mánudagur, september 05, 2005

Ógleymanleg helgi !

Get ekki sagt að mar komi úthvíldur undan helginni. Fórum nokkrir félagarnir í reiðtúr eftir hádegi á laugardaginn og stóð hann fram undir kvöld í frábæru verði. Svona eftir á að hyggja held ég að mar hefði átt að láta sér tveggja til þriggja tíma reiðtúr duga en ekki láta hann slaga hátt í 10 tíma ( með stoppum auðvitað ). Þegar stigið var af baki undir kvöld var mar allur byrjaður að stirna upp með brunasár á innanverðum hnjánum og kálfum og ansi auman rass að ógleymdu mjög mjög þreyttu baki Púúúúúúúffffffffff, það er ljóst að það var e-d ekki eins og það átti að vera......Mar kann náttlega ekkert að sitja þessi hross hvað þá að mar kunni að fá þau til að hlýða sér í einu og öllu, kvöldið var svo í rólegri kantinum en samt ógleymanlegt !

Á sunnudagsmorguninn ætlaði ég varla að hafa það að standa uppúr rúminu, dagurinn fór að mestu leyti í að liggja flatur reyna að fá samhúð nærstaddra. Kíktum svo aðeins á restina á torfærunni áður en brunað var í bæinn. Dagurinn í dag er búinn að vera frekar stífur og stirður, í fyrramálið ætla ég aðeins að nýta mér aðstöðu mína og fara í nudd hjá Hildi á stofunni og sjá hvort mar skáni ekki aðeins.

Ríða út gott í hófi !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home