laugardagur, september 17, 2005

Jæja hálfnað verk þá hafið er !

Loksins eru framkvæmdir að hefjast og er ekki seinna vænna eins og sá danski benti á þá eru ekki nema 27-28 dagar í mætingu, ekki er mar nú vanur að klikka smáatriðunum. Pallahelv verður allavega mættur nógu myndalegur til að þola 2-3 tíma af liprum sporum frá þeim danska undir mjúkum tónum frá félaga Jackson ......


Eins og sést á myndinni er bara búið að moka fyrir stöplum. Það vorum við bræðurnir sem kláruðum okkur af þessu með dyggum stuðningi frá hæðarlaisernum hans Magga og Bobcat frá tæki.is. Það er stefnan að fara og klára að kaupa allt efnið í dag sem og stilla stöplana af. Á morgun er svo komið að því að mar fær alvöru fagmenn í verkið því Diddi Bubba mætir hér og kemur til með að stjórna þessu eins og herforingi. Allavega ef það er rólegur dagur hjá einhverjum ykkar á morgun þá væri allt í lagi að sjá einhver andlit þó ekki væri nema til gamans.

Ekki spurning.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home