Kellingin, spurning!! ( gegnum sæstreng , sá danski ritar)
Það er ekki að spyrja að vinsældum danans hvað varðar pistlaskrif á netið. Fólk hefur óspart samband við mann, fólk úr öllum stigum þjóðfélagsins og allir bíða í ofvæni eftir nýjum pistli. Ég vil náttúrulega þakka þann stuðning sem ég hef fengið.Hvað hefur nú gerst síðan síðast gætu sumir spurt sig?!?! Ekki get ég sagt að það sé nú mjög mikið. En þó það sé ekki mikið þá vitið þið það krakkar mínir að eitt stórt getur verið á við mörg smáatriði.Nú, um leið og minn fyrsti pistill var afhjúpaður á netinu var farið að hafa samband við kallinn. Persónur úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins urðu himinlifandi að sjá að ég yrði á landinu akkúrat þegar á landsfundi sjálfstæðisflokksins stendur og óskuðu eftir setu minni á fundinum. En haldið þið að þetta sé einhver tilviljun að ég sé að koma heim á þessum tíma?? Dæmi hver um sig!! En alla vega, ég verð þarna sennilega hægra megin við púltið fyrir ykkur sem sitjið fundinn. Þið hin verðið að láta ykkur nægja myndir í fjölmiðlum. Einnig á ég von á að góðir vinir mínir sitji fundinn með mér og má nefna Billann, Snæsa, Ella bónda, Dabba kóng, Ingvar Pétur náttlega og einnig vonast ég eftir Kellingunni (þeir í Stykkishólmi vita hvað ég á við og e.t.v. fleiri) og jafnvel einum góðum dreng í viðbót. Það er ekki spurning um að þetta verður skemmtileg helgi.Því miður missi ég af SUS-þingi í Hólminum, hefði verið gaman að kíkja á það eða eins og einhver sagði: Sýna sig og slá aðra!!! Fyrir ykkur sem viljið vita þá var ég búinn að undirbúa mig undir bankastjórasoninn þarna en það verður víst ekkert af því að minni hálfu alla vega. En nóg af stjórnmálum í bili.Helgi framundan og engin smá helgi heima á Íslandi. Það nægir að segja: FRAM vs. Valur (hvaðan eru þeir aftur). Já þeir bláklæddu úr Safamýrinni ætla að bæta einum bikari í safnið um helgina og ekki er það slæmt. Það er ekki spurning að stemmarinn verður í algleymingi í Laugardalnum á laugardag. Mæli ég með því að allir mæti á völlinn og sjái Fram sýna Val hvar Davíð keypti ölið!!! Veit að ég á eftir að fá einhver viðbrögð um þennan hluta alla vega frá eiganda síðunnar.Ég ætla hins vegar að halda mig hérna í hinni fornu höfuðborg Íslands og reyna gera eitthvað skemmtilegt. Aldrei að vita nema maður kíki á einhverjar knæpur sem maður á eftir að koma inná.Ætla láta þetta nægja í bili, er með meira efni í handraðanum og aldrei að vita hvenær það kemur inn, jafnvel um helgina eða rúmlega það. Verði ykkur að góðu þangað til næst!!!
Mr. Stymmz, blátt áfram...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home