þriðjudagur, september 06, 2005

Maður eða Mús !

Eins og gengur koma upp mál sem mar þarf að taka afstöðu til, stundum eru þetta hlutir sem skipta engu einasta máli þannig séð en svo eru önnur mál sem geta verið ansi afdrifarík og mar í raun verður að standa og falla með slíkum ákvöðunum. Sá sem alltaf vill spila öruggt og gerir aldrei neitt nema vera 100% viss um að allt gangi vel er þá fastur í því að ekkert kemur honum á óvart og lítið spennandi gerist.

Ég myndi setja mig þarna mitt á milli held ég, sumt lætur maður vaða á en hingað til hefur mar látið það sem tengist talsverðri áhættu sitja á hakanum ( ef það er talsvert í húfi allavega ). Já þetta hér að ofan er líklega smá copying af því sem er að brjótast um í kollinum á mér..........

Kemur betur í ljós fljótlega.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home