Notkun á sleipiefnum.
Já nú er ég ekki einn af þeim sem nota slíkt í magni sem talandi er um. Ég þekki menn sem nota þetta í talsverðu mæli og stend ég í þeirri meiningu að ef þú ferð að nota slík efni í tíma og ótíma þá verður þú algjörlega háður þeim. Ef þú ætlar að nota efnin bara í ákveðin tíma c.a hálfan mánuð þá er það nóg til þess að ekki er aftur snúið. Þegar fíkillinn ætlar að hætta notkuninni þornar hann allur upp og verður hinn aumasti, í verstu tilfellunum getur blætt og ljótar sprungur myndast. Mín reynsla segir mér að mæla eindregið með því að fólk sleppi alfarið notkun slíkra áburða og bíti frekar á jaxlinn á verstu tímunum því þeir líða hjá...........
Er Blár Labello ennþá það heitasta í bransanum ?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home