þriðjudagur, október 18, 2005

Ahhhhh dæs dæs..........

Það er óhætt að segja að lífernispakkinn breyttist alveg talsvert frá föstudegi fram á sunnudag. Holtið var svona mekka, þar var farið yfir málin, ótrúlega mikil viska og gáfulegt spjall á einum stað. Gott ef ekki runnu nokkrir niður.
Vorum mættir í Leifsstöð að sækja þann danska á föst kvöld og það með stæl, Rauður dregill og kampavín.

Laugardaginn mættum við vaskir á Landsfund Sjálfstæðismanna og tókum þar út gang mála. Slógum svo upp léttri grillveislu í holtinu og sá danski smellti sér útá félaga Jacko og tók nokkur spor.

Þessi helgi minnti óneitanlega á ákveðið tímabil og eins og þetta var bullandi gaman þá held ég að ég biðji að jafnaði frekar um annan og heilbrigðari lífsstíl.

Hallur Hallsson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home