föstudagur, október 21, 2005

Allt það létta......


Sérstök vinnuvika að renna undir lok. Við Fannar vorum líka heima í gær......Hálf slappir en mættum ferskir og tilbúnir að takast á við verkefni dagsins í dag. Gærdagurinn fór að miklu leyti í að spila Shrek leik á playstation. Þetta er ævintýraleikur nokkuð góður. Ég hafði aldrei spilað hann áður og var greinilegt að pjakkurinn hefur aðeins snert á þessu því hann var náttlega miklu betri en ég, kunni öll trixin. Það er alveg frábært að fylgjast með þessum krökkum. Það sem kemur uppúr þeim, miklar pælingar svo fordómalaus og einlæg.

Ég ætlaði að minna þá sem þurfa að drepa tímann og eru búnir að fá leið á að rugla í konunum á netspjallinu hjá gululínunni á Íslendingabók. Gott fyrir námsmenn og fínn tímaþjófur.

Hellu Helgi framundan..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home