Það þurfa fleiri að komast að á föstudegi " Sá Danski "
Rúmar 170 klst. í flugið!!
Já já já styttist óðum!! Ég er hættur að telja niður í dögum, búinn að gera það í þrjár vikur, og hef ég skipt yfir í klukkustundir. Maður er nú búinn að vera ansi duglegur að mínu mati að hanga hérna úti í þrjá mánuði. En það
hjálpar nú þegar mar fær svona heimsóknir eins og fá drengjunum um daginn og veit ég að 4setinn á nú eftir að stytta tímann minn hérna við tækifæri. Stelpan flogin heim til Íslands og verður mar einn í kofanum fram á þriðjudag. Þeir sem aðallega munu njóta góðs af því eru kallarnir sem reka "Lafsakjör" hérna í nágrenninu, það er ljóst!!Var að hugsa það um daginn hvað ég er búinn að búa í mörgum íbúðum núna síðasta árið og niðurstaðan úr því voru hvorki meira né minna en 6 íbúðir, sem betur fer ekki miklir flutningar í sumum tilfellum en samt alveg nóg fyrir minn smekk. Alveg eitt það leiðinlegasta sem maður stendur í eru flutningar.
Var að sjá auglýst "Mega-weekend" á Dominos og var það samþykkt samhljóða að kíkja þangað í kvöld. Ætli maður kíki ekki í ræktina þegar þessum pistli er lokið og svo að hakka í sig pizzu, voða hollt og gott og allt það. Svo er það bara þetta venjulega um helgar, þrífa, þvo þvott og læra.Jæja hef þetta ekki lengra í bili, ætla koma mér út úr húsi áður en að fólk fer að banka hérna uppá. Það er nebblega einhver tiltektar dagur hér á eftir og ég er ekki alveg að nenna því!! Ætla koma hérna með einn fróðleiksmola eins og flísin er vön að gera, þó að minn komi af allt öðrum vettvangi.
Vissir þú að Ísland var fyrsta landið af Norðurlöndunum þar sem Rammstein spilaði??
P.s. búinn með tvær muffins í dag + tvö mjólkurglös
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home