fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Það er skammt stórra högga á milli.

Í gær munaði minnstu að við hefðum fest kaup á
nýju tvíbýlishúsi með bílskúr sem afhentist fokhelt á litlar 27,5 milj í maí á næsta ári en það var slegið útaf borðinu á síðustu stundu og var það að mestu leyti vegna þess hve illa þessi afhengingartími hentar okkur !

Styttist í helgina og er ég farinn að hlakka til að setja tærnar beint uppí loft, og reyna að gera sem allra minnst. Annars ef ég fer að spá í því þá sofna ég alltaf á maganum með hendurnar undir koddanum þá vísa tærnar beint niður, það gerist reyndar frekar sjaldan að ég vakni í nákvæmlega sömu stellingu og ég er vanur að sofan í ( man reyndar ekki eftir því bara ) Trúi ekki að það séu margir sem geta sofnað á bakinu þá má nú frekar bjóða mér hliðina.

Semsagt sama hvort tánum verður vísað upp eða niður sofandi eða vakandi við imbann eða hvað þá allavega verður boðskapur helgarinnar lítil áreynsla á tærnar....

................................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home