miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Talandi um að ekkert krassandi gerist !



Eins og fólk hefur eflaust heyrt um í fréttum var sprengja sprengd í bíl í skeifunni í nótt, má lesa nánar um það á mbl.is. Þetta átti sér stað við innganginn í vinnuna hjá mér og mætti löggan í dag með 5 bíla og talsverðan mannskap á svæðið til að rannsaka vetfang.

Í fyrsta lagi mættu þeir um eitt í dag og sprengjan var sprengd um 3 í nótt. Fólk búið að keyra og labba um svæðið í dag ( spilla sönnunargögnum gæti mar ímyndað sér ) nei þeir komu og létu færa bíla og tóku breiðleit um svæðið og auðvitað girtu af svæðið eins og gert er í allt í drasli þáttunum ! Verð að segja að þetta minnti óneitanlega á atriði úr myndinni Sigla himin fley þegar verið var að handfjatla “fingrafaraduftið” ekki viss um að allir muni eftir þessu en ég hef séð hana einusinni - tvisvar.

kallinn fór náttlega á stað með myndavélina.







Jaaaaa mar hvergi óhultur........ !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home