miðvikudagur, desember 14, 2005

Helvíti góður Jóli.......

Já ég get ekki sagt annað en að hlutirnir gerist frekar hratt...... Maður er rétt nýbúinn að sætta sig við það sjálfur að jólasveinninn sé ekki til þegar mar er farinn að leika hann og setja í skóinn fulla ferð, hef mjög gamna að þessu. Það er reyndar snilld hvað Fannar er þægur og góður að fara að sofa. Hann er svo vaknaður fyrir allar aldir að skoða afrakstur næturinniar, hann tekur þessu mjög alvarlega. Ég er að hugsa um að halda þessu kannski áfram eitthvað fram á vorið :-) Við keyptum alla pakkana frá SÁÁ svo mar er að styrkja gott málefni í leiðinni.

Það er allt í einu komin mjög myndaleg bumba á betri helminginn, hún er ekkert smá flott sko og ég frekar montinn. Það er 20 vikna skoðun í næstu viku, maður er alltaf með puttann á púlsinum að finna hreyfingu í litla krílinu......... :-)

Ef þú ert ennþá að reyna að koma þér í jólagírinn þá mæli ég með að þú hlustir á bylgjuna ( mikið af jólalögum þar ) sem og að taka rölt eða rúnt niður Laugaveginn ! En ef þú ert búinn að gera allt fyrir jólin og hefur ekkert að gera þá getur þú farið á Laugaveginn og lagt bílnum framan við toni&guy og fylgst með fólki fara í jólaklippinguna............. bara hugmynd !

Eintóm hamingja....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home