þriðjudagur, janúar 31, 2006

..,-

Jæja fyrsti skóladagurinn kl 8:15 í fyrramálið..........!

Föstudaginn síðastliðinn lenti ég spes dæmi þegar ég fór í Vífilfell til að skila tveimur bjórum sem voru gallaðir í þeirri von um að fá kannski smá skaðabætur......Ég var sendur á milli deilda en endaði svo í sjálfri rannsóknardeildinni þar sem tekið var á móti sullinu. Þar fékk ég svo útprentað blað og átti ég að nálgast skaðabæturnar á lagerinn.......................... ég þangað og rétti fram blaðið í afgreiðslunni og beið svo í góða stund. Svo kemur félaginn á lagernum akandi á lyftaranum með bretti af lite bjór, ég var ekki búinn að lesa afhendingarseðilinn en hafði þó tekið eftir að á honum stóð 24 einingar eitthvað. Félaginn keyrir að hurðinni og opnar hana og segir svo jæja hér kemur þetta. Ég verð að segja að ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að bregðast við, get allavega sagt að ég rak rak upp stór augu. Spurði á ég að taka þetta allt ? Hann sagði já. Ég spurði hvernig ég ætti að koma þessu í bílinn ? Hann sagði að það væri ekki hans vandamál heldur mitt. Ég fór út og snéri bílnum við og ætlaði að stafla í kvikindið þó að innst vissi ég nú að þetta hlyti að vera eitthvað vitlaust því að fyrir tvo skemmda bjóra fær maður venjulega ekki 24 kassa ( það dó jú enginn). Ég kem aftur inn eftir að hafa snúið bílnum við og virðist vera kominn upp reikistefna hjá félaga lager því að hann rak augun í að á nótuni stóð bótabeiðni svo hann hringir á rannsóknastofuna. Þá voru þeir að taka í gagnið nýtt tölvukerfi og þegar vel var að gáð stóð á nótunni 24 * 0.5 sem átta að túlkast sem 12 bjórar. Ég sætti mig náttlega ekki við það að vældi út einn kassa .

Niðurstaðan það verður seinkun á innflutningspartýinu því að ef ég hefði fengið þessa 24 kassa hefði skapast bullandi grundvöllur fyrir hörku innflutningsbjórpartý. En núna er mar víst að verða fátækur námsmaður og því ekki við miklu að búast af mér !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home