Bloggfærsla 200........
Maður er ennþá hálf ryðgaður eftir allt þetta frí.....Jólin voru pottþétt, meiriháttar vel heppnuð eins og við var að búast að mínu fólki.
Fórum norður milli Jóla og nýjárs í ennþá meiri slökun.....
Áramótunum eyddum við svo á Hellu. Gamla árið var rausnarlega sprengt í burtu og við tekur nýtt ár og allir staðráðnir í að rækta betur sál og líkama. Ég verð að viðurkenna að ég strengdi tvö áramótaheit, fyrir utan það að reyna að halda tempói í ræktinni, er frekar mikil geðveiki að sjá hvað margir byrja að sprikla í Janúar en flestir búnir að gefast upp í febrúar......... Baráttan við sófann reynist mörgum ofviða.
Allaveg óska ég öllum velgengni á nýja árinu og ef mitt ár verður eitthvað álíka því síðasta þá er bara bros allan hringinn, allt árið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home