miðvikudagur, janúar 11, 2006

Já talandi um tímamót...............

Fyrir 4 dögum var ekkert á dagskránni að fara að flytjast og hvað þá úr höfuðborginni en núna er staðan þannig að við erum búin að gera tilboð í raðhús á Selfossi, semsagt ef tilboðinu verður tekið þá eru bara flutningar á næstunni. Fáum svar fyrir hádegi á morgun. Þetta yrði smá breyting þar sem þetta er rúmlega helmingi stærri eign en Vesturholtið, þetta er ný fullbúin íbúð í endaraðhúsi með góðum skúr. Loksins eignast mar skúr ef þetta gengur eftir :-)

Ekkert verið að hanga yfir þessu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home