mánudagur, febrúar 20, 2006

Jæja kominn tími á línu á kantinn.........

Mar hefur ekki undan að fylgjast með tímanum líða..........helsti mælikvarðinn er kannski bumban á betri helmingnum sem er að verða alveg þokkalega vænleg, og kallinn alltaf jafn stoltur af henni eða þeim !

Annars eru hlutirnir að verða komnir í fastar skorður eftir flutninga og breytingar sem þeim fylgja. Strákurinn byrjaður í skólanum og líkar vel, konan byrjuð að vinna á snyrtistofu í bænum við að snyrta Selfoss guggur. Ég keyri glaður í bragði yfir heiðina á 6 sinnum í viku, réttara sagt 12 sinnum. Já það er sannur heiður að fá að vera einn með sjálfum sér í klukkutíma á dag ! Þá hef ég sjálfan mig svona útaf fyrir mig sko eða þannig eða.......... Hef ekki ennþá stoppað á heiðinni til að flytja mér leikþátt en það á eftir að detta inn.

Afhverju tannburstar mar sig ekki uppúr heitu vatni, ætli það væri betra fyrir tennurnar en verra fyrir bragðlaukana ? Þegar maður skúrar gólfið, þvær hendurnar og öll almenn þrif eru framkvæmd með heitu vatni hefði ég haldið. Málamiðlun væri kannski að nota volgt vatn, er það kannski það sem fólk er að gera svona almennt ? Reyndar myndast við núning burstans við tennurnar einhver varmi en það kemur aldrei í stað burstunnar uppúr 40-50 gráðu heitu vatni............Eða hvað ?

Já þetta svona aðeins lá á mér !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home