Það fer bara ekkert af manni brosið....
Hildur og sá stutti fengu að koma heim í gærkvöldi. Allt gengur vel og snýst þetta að mestu hjá þeim stutta um að sofa, fá brjóst og láta skipta á sér “ ekki slæmt líf það “ Það má segja að við höfum í fyrsta skipti í gær heyrt hann gráta, enda mjög vandað eintak, rólegur og góður eins Pabbinn....... Það er ótrúlega gaman að fylgjast með hversu háþróuð þessi kríli eru og hvað sambandi milli móður og barns er magnað. Ég ætlaði að setja upp barnasíðu og langaði að heyra hvort einhver hefur skoðun á því hvort mar eigi að notast við barnaland.is eða eitthvað annað ?
ahhhhhhh prófin búin. Ég kláraði á laugardaginn, ég verð að segja að mar var ekki mjög einbeittur yfir bókunum...................... en þau eru allavega búin í bili !
Og hvað á barnið að heita ?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home