mánudagur, ágúst 28, 2006

komaso !

Það er ekkert heilbrigðara en að geispa hressilega fram yfir hádegi á mánudögum. Tala nú ekki um þá allmarga sem nota alla vinnuvikuna í að hvíla sig eftir nýyfirstaðin átök helgarinnar og þegar kemur fram í miðja vikuna þá er allt kapp lagt á að slaka vel á fyrir næstu helgi. Það er annað en við fjölskyldufólkið sem notum helgarnar í afslöppun og að hlaða batteríin, njóta samverunnar, útiverunnar og jafnvel veðursins. Það held ég nú...!





Ég átti frábæran afmælisdag á fimmtudaginn alveg dekrað við mann eins og við var að búast. Um kvöldið ákvað Karvel að fara í pössun í fyrsta skiptið, fengu þeir bærður að kíkja yfir til Gunnars Bjarka og Ástrósar á meðan við fórum út að borða, það gekk allt vel. Við fórum á Hafið Bláa og áttum frábært kvöld.

Sjæsemann þvílíkur unaður að horfa á Tiger Woods spila um helgina. Ég er búinn að vera límdur við plasman, gaurinn er ótrúlegur snillingur. Mæli með að fólk fylgist með á sýn !

Ég eins og allir hinir á þessu skeri bíð nokkuð spenntur eftir næsta þætti af Rock Star Supernova. Ég hef nú hingað til ekki verið að kjósa en er alveg tilbúinn að fórna 1-2 tímum af nóttinni sveittur við tölvuna, er reyndar ekki bjartsýnn að þó að við íslendingar tökum höndum saman og kjósum eins og “ mömmu potarar ” að það dugi. Vonum það besta !

Landssímalína

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home