mánudagur, október 23, 2006

..,-

Fórum nokkrir saman að hjóla í þykkvarbæjarfjöru á laugardaginn............SHIT hvað það var gaman, geðveikt veður og held að þetta nýjasta áhugamál sé komið til að vera. !


Hver sagði að konur væru ábyrgari en karlar í umferðinni ?

Í morgun þegar ég var í leiðinni í vinnuna og stoppaði á rauðu ljósi sá ég í baksýnisspeglinum að daman í bílnum fyrir aftan mig var á kafi við að mála sig, sýndist aðal áherslan vera á augunum og var þá líklega að nota í bland eyeliner og maskara.
Svo kom grænt og mín hélt sko bara áfram að mála sig og virtist hafa fullkomna stjórn á bílnum samhliða því að setja á sig andlitið ( ég alveg dáðist af henni þó að ég hefði alls ekki viljað vera með henni í bílnum. ) Hún keyrði í nokkra stund á eftir mér eða þar til að meistaraverkið var fullkomnað þá röraði hún tíkina og hvarf á vit ævintýranna.

Eru kvk í þessu svona almennt séð ?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home