Vá tíminn líður.....
Allt gott af okkur........................Karvel heldur því ótrauður áfram að vera algjör engill, einstaklega góður og greinilegt að sérlega hefur verið vandað til verka þegar hann var búinn til.
Talandi um að tíminn líði hratt. Það var þennan dag fyrir 11 árum sem að þú pabbi kvaddir svo sviplega. Ég er búinn að fara í gegnum þennan dag milljón sinnum í huganum, man eftir hverju einasta smáatriði og það betur en það sem ég gerði í gær. Orðin sem tjáðu mér þessar hörmulegu fréttir man ég betur en nafnið mitt. Þetta er atburður sem mótar mann fyrir lífstíð. Að standa hér eftir með hafsjó að fallegum og ólýsanlega minningum sem hlýja manni meira en nokkuð annað er ómetanlegt. Það er ekki til sá dagur að ég hugsa ekki til þín.
Njótum hverrar mínútu með þeim sem okkur þykir vænt um. Það gæti orðið of seint á morgun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home