föstudagur, nóvember 10, 2006

Allt áfram streymir endalaust ............. ár og dagar líða

Allt gott að frétta af mér og mínum..............

Já í gær kom að því, kíkti í eitt umboð hér í bænum og endaði með að kaupa mér einn uppúr kassanum. Já takk pent einn kolbika svartan árg 2007 hlaðin aukabúnaði og nýjustu tækni og greiddur útí hönd.................

Damn hvað ég væri sáttur ef textinn myndi passa við meðfylgjandi mynd. En ég var nú bara að kaupa nýjan barnabílstól handa pjakknum. Maxi-Cosi Toby...........Hitt kemur kannski síðar. Ég vill hvetja ykkur til að smella á myndina til að stækka hana.....frekar nettur.



Ég er reyndar hálf bíllaus þessa dagana. Seldi Avensis um daginn og er að leita mér að einhverju spennandi, í hlaðinu standa þó Yaris og Citroen C4 árg 2005 sem er til sölu ef einhver hefur áhuga......

Það er orðið stutt í jólin, mar er búinn að kaupa allar jólagjafirnar, búinn að henda upp jólaseríum og músastigum og steikinni í ofninn, nú er bara að bíða !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home