þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Faldurinn tvístigandi

Sjæseman hvað tíminn líður.....þetta er að verða að einhverskonar mánaðarfærslu uppfærsla eitthvað........................

Allavega......endalaust nóg að gera í vinnunni, er svona nett pirraður á að keyra Selfoss- Rvk í þessari færð þó ekki sé nema útaf því hvað það er erfitt að halda bílunum hreinum. Keypti reyndar nýjan bíl í lok síðustu viku, er drullu sáttu með hann og er hann langt yfir væntingum. Avensis exe sem þýðir keppnis týpa með leðri og lúgu, get alveg mælt með honum !

Við hjónaleysin ákváðum að þjóðstarta jólunum og fara á jólahlaðborð sl. laugardag. Fengum pössun og fórum í Þrastarlund, þar var alveg hið ágætasta hlaðborð, flottur salur, góður bar og ekki skemmdi nú fyrir lifandi tónlist frá Stebba og Eyfa.

Ég er búinn að setja húsið á sölu, veit ekki alveg afhverju held að það lýsi mér einhvernvegin bara......það er allt falt, svona alveg eins án þess að ég hafi hugmynd um hvað við gerum ef við fengjum spennandi tilboð. Svo er útlit fyrir það að ég færi vinnuna nær heimilinu í kringum áramótin. Held að mörgu leiti að það sé spennandi, sérstaklega fjölskyldulega þegar Hilds fer að vinna þá getur mar allavega verið liðtækari í þessu öllu.........

Sá er í skafli stendur, stendur !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home