föstudagur, maí 18, 2007

Tja hef nú postað að minna tilefni.

18 maí í dag sem þýðir að litli geislinn er eins árs í dag. Ég er ekki frá því að það fari aðeins meira fyrir honum í dag en þegar ég fékk hann glænýjan í fangið. Þetta ár er búið að líða ótrúlega hratt og á sama tíma búið að vera stórbrotinn tími.

Lífið hér á kantinum gengur annars sinn vanagang. brjálað að gera í vinnunni, er líklega búinn að selja ofanaf okkur húsið í látunum, búinn að kaupa landcruiser og tjaldvagn svo mar ætti allaveg að vera klár í útilegurnar í sumar sem ég reikna með að verði flestar helgar og jafnvel eitthvað yfir áramótin ef húsasalan gengur eftir :-)

Nýafstaðnar kosningar leggjast vel í mig. Mínir menn ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Veit ekki hvernig okkur gengur að vinna með Samfylkingunni ef að því verður en það verður allavega forvitnilegt stjórnarsamstarf. Það voru margir sem vildu breytingar frá fyrri ríkisstjórn og ætli þetta sé ekki einn skásti kosturinn í stöðunni ( besta breytingin hefði auðvitað verið að gefa Sjálfstæðismönnum fullt umboð til að stýra skútunni.......

En allavega sjáum hvort bogghanskinn sé kominn úr vetrardvala hjá stoltum Pabba !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home