föstudagur, júní 29, 2007

Bara blóm.......

Enn ein helgin að detta inn. Sú síðasta var fín, afrekaði að kaupa mér fellihýsi og selja tjaldvagninn sem ég var nú bara búinn að nota í 3 nætur þegar fellihýsið datt óvart uppí hendurnar á mér. Fórum jónfrúarferðina um síðustu helgi, laugardagurinn fór reyndar allur hjá mér í að steggja Diddann, það var fín skemmtun í góðra vina hópi.




Já svo er ég búinn að selja þann hvíta hér að neðan....fyrir þá sem eru að fylgja mér eftir í þessum bílamálum þá held ég að ég sé búinn að eiga allavega 4 bíla það sem af er ársins.......Ég reikna með að Cruiserinn fái nú eitthvað að dvelja í innkeyrslunni ( allavega fram á haustið )

Maður er svona aðeins að byrja að undirbúa framkvæmdir í nýja slottinu, aðeins farið að hugsa um innréttingar, lýsingu, gólfefni og þessháttar......







Allavega góða helgi :-)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home