Fljótt skipast veður í lofti.
Núna fyrir hádegið fékk ég samþykkt tilboð í fokhelt, steypt 183 m2 endaraðhús sem ég lagði inn fyrir helgi. Þannig að nú stefnir allt í það að ekkert verði úr sumarfríi með tærnar uppí loft heldur verður maður með hamar í hönd svona allavega til að þykjast. Það er bara spennandi að fá að innrétta eftir sínu höfði, velja allt frá a-ö eins og þar stendur. Húsið er skemmtilegt og staðsett innst í botnlanga við opið grænt svæði, tvö baðherbergi og sjónvarpshol. Þetta tvennt var á óskalistanum ásamt því sem ég er alltaf spenntari fyrir steyptum húsum !
Svona er útlitið á þessu, auðvitað með flötu þaki, mar er svo móðins........!
Svona er útlitið á þessu, auðvitað með flötu þaki, mar er svo móðins........!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home