mánudagur, júní 18, 2007

Yes yes yes

Ef mar væri á kaupi við bloggfærslur þá held ég að ég yrði seint ríkur tala nú ekki um ef um akkorðsvinnu væri að ræða.

17 júní fór nú aðeins fyrir vísindin, allavega fyrripartur dags, var nokkuð ryðgaður eftir glæsilega útskrift hjá spýtunni og rölt um plön bæjarins. Ég hef nú ekki snert á miðbænum í langan tíma, mér þótti nokkuð magnað að vera laus við reykinga mökkinn. En allavega var ég alveg á felgunni og sýndist það fólk sem ég fór með og hitti í bænum vera á svipuðu leveli !

Fyrir helgina skrifaði ég undir kaupsamning og þá í raun erum við búin að selja húsið okkar, afh 1 sept. Erum að vinna í því að leita af leiguhúsnæði. Duttum í lukkupottinn og fengið úthlutaða lóð hjá bænum en þegar betur var að gáð var kvöð á henni þess eðlis að húsið verður að vera á tveimur hæðum, það var ekki á óskalistanum, svo þetta er allt í lausu lofti.

Ég sé líka að það er búin að vera smá hreyfing í bílamálunum frá síðustu færslu, ég tók Ford Focus uppí Avensis og setti Focus svo áfram uppí Yaris. Þannig að ef einhverjum vantar úrvals yaris árg 04 ( auðvitað á gamla verðinu :-) þá er ég game.




Fallegur usssss !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home