fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Sumar sumar

Já ekki nema tæpir tveir mánuðir frá síðustu færslu !....... Kominn tími til að skríða undan sumar-bloggskelinni. Þetta sumar er búið að vera einstaklega gott og skemmtilegt, ekki hefur veðrið skemmt fyrir. Við erum búin að nota fellihýsið óspart veit ekki hvenær við vorum síðast heima heila helgi.........

Á tveimur mánuðum afrekaði ég m.a að hafa:

· Tekið tvær vikur í sumarfrí og á tvær inni ( hef aldrei tekið alvöru sumarfrí áður )

· Farið í 3 glæsileg brúðkaup var svaramaður í einu og aðstoðarveislustjóri í öðru.

· Skipulagt og mætt í 3 steggjanir.....bara gaman :-)

· Verið í sumarbústað í viku.

· Farið á eitt ættarmót.

· Keypti mér reiðhjól.......aðeins búinn að nota það á götum bæjarins.

· Flutti í glæsilegustu penthouse íbúðina á selfossi ! not – sem betur fer bara mjög tímabundið.

· Búinn að fara tvisvar í klippingu.

· Mátað danska daga í Hólminum....það var snilld.

· Drukkið tja c.a alltof mikið að bjór.....Lítramagn fæst ekki uppgefið en gæti verið mælanlegt á ákveðnum líkamsparti á kallinum.....segi ekki meira.

· Selt fleiri en 10 og færri en 100 fasteignir.

· Lítið riðið út og þó.

· Að langa rugl mikið á þjóðhátíð. held ég verði að fara á næsta ári ( þetta ætlar seint að þroskast af manni.

Svo er ég ekki frá því að 24 ástúst sé á morgun og að kallinn nálgist fertugs aldurinn sem óð fluga !

Sjáum svo hvort þessi pistill verði ekki vítamínsprauta fyrir ritnefndina hjá 4SETA








0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home