Varð næstum á milli steins og sleggju !
Alltaf prufar mar e-d nýtt.... Afrekaði í gærkvöldi að koma mér í gifs fyrir næstu fjórar vikurnar með því að mölbrjóta allavega vísifingurinn á vinstri hendi. Nei það gerðist ekki á hjólinu né í slagsmálum eins og flestir virðast vilja skjóta á, heldur með aðstoð góðs frænda og vel vaxinnar sleggju. Þetta var algjör aulagangur í mér, en hefði getað farið mun verr þar sem ég varð á milli staurs og sleggju í fullri sveiflu..... Verð myndaður aftur eftir viku og þá er bara að vona að meiri skaði komi ekki í ljós.
Afmælishelgin um síðustu helgi var snilld....fékk fáar en góðar gjafir, var líka búinn að fá nokkrar fyrirfram þar sem þær nýttust á gólfvellinum.........
En allavega segi þetta gott af hægu pikki með Einari !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home