mánudagur, september 10, 2007

Góð helgi að baki....

Á Laugardaginn var drengjunum komið fyrir í pössun og við fórum í bæinn í útskriftarparty hjá Aldísi. Kallinn sennilegur að bjóða konunni óvænt í nýja turninn á Grandhóteli. Vorum á 11. hæð af 14. Flott hótel sem fór vel með okkur.

Löggildingar námið byrjaði hjá mér síðasta miðvikudag. Kennsla fer fram á miðvikudags morgnum og laugardögum næstu fjórar annirnar og telur 40 einingar á háskólastigi. Þeir sem hafa áhuga á að skoða geta smellt hér. Já nú skal það allavega gerast, með tilkomu Karvels í heiminn í síðustu prófum þá var sú takmarkaða einbeiting sem ég hef til bókalesturs að engu. Lágmarks meðaleinkunn til að komast inná misseri tvö er 7 en ég og mín hangandi hendi náðum bara 6,33 en 6,83 þarf svo einkunnin námundast uppí 7. Fyrsta önnin fer þá í að sitja einn af þremur áföngunum til hækkunar á meðaleinkunn. Er með ágætar einkunnir í samninga og eignaréttinum en þarf að hækka mig í inngangi að lögfræði, félafarétti, réttarfari og persónu-, sifja- og erfðarétti. Prófað er úr þessum fjórum fögum í einu.
Ég byrjaði í morgun í 1. hluta af 3 á námskeiði í námstækni. Sveppir eins og ég hafa gott að því að læra aðeina að læra..............Þessi korter í próf tilfinning er orðin þreytt.

Ég er nokkuð ánægður með þetta rigningaveður þessa dagana........manni klæjar þá aðeins minna í Einar fyrir að komast ekki á golfvöllinn að ég tali nú ekki um að sparka hjólinu í gang.........


Stubburinn

Later...........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home