miðvikudagur, desember 12, 2007

12 des

Jæja þetta blessaða próf búið, nú bíður maður eins og kúkur í klósetti eftir að verða sturtað niður ! Kennararnir hafa 4 vikur til að fara yfir þessi ósköp ( flott hjá þeim að vera ekkert að koma með niðurstöðuna fyrir jólin )
Hvernig gekk ?
Í prófum sem þessu er erfitt að segja til um það, ég skrifaði mikið og í raun ekkert sem kom mér á óvart í prófinu. Það er bara spurning hvernig manni gengur að koma þessu frá sér. 35 % voru því miður krossar, einn eða fleiri réttir, er í mikilli óvissu með útkomuna útúr því.

Framkvæmdir ganga bærilega, er verið að vinna í að setja upp milliveggi.......sæll hvað við erum að tala um marga 500 þús kalla og millur í þessu, maður er orðinn hálf ónæmur fyrir þessum kostnaði, mar þakkar orðið fyrir ef reikningarnir eru undir 500 þús og borar þá með bros á vör. Ennþá er stefnan að flytja inn í kringum mánaðarmótin feb-mars.

Annars er jólaskapið að detta inn.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home