mánudagur, desember 31, 2007

Árið þá á enda runnið.....



Jólin búin að vera alveg frábær, erum búin að vera meira og minna fyrir austan í hjá gömlu í nýja húsinu. Mar fékk eins og alltaf fullt af fínum gjöfum og besta mat í heimi. Á laugardagskvöldið var svo mætt í fimmtugs afmæli hjá Jonna ( finnst hann nú vera talsvert yngri í anda en það ?

Áramótunum verður líka eytt á Hellu eins og síðustu 26 árin, er þræl fúll yfir þessu veðri, var búinn að ákveða að kassa vel í flugelda þetta árið en skv. veðurspá verður líklega lítið varið í veðrið um miðnætti.


Ég er einn af þeim sem finnst áramót góður tími til breytinga og hef því sett mér þónokkur áramótaheit. Sum þeirra fást uppgefin önnur ekki, eitt þeirra er að koma mér aftur af stað í ræktina ( frumlegt ! ) vantar reyndar sárlega almennilega aðstöðu hér á Selfossi, eitt af því fáa sem ég sakna úr höfuðborginni.

En allavega gleðilegt nýtt ár og þakka liðið, læðist innum gleðinnar dyr á nýju ári.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home