fimmtudagur, janúar 17, 2008

Stóra geispið.

Rútína hjá mér síðustu daga og vikur, mæta í vinnu frá 9:00 – 17:00, fara svo útí hús að smíða og hef verið að skila mér heima á milli 2 og 5 á nóttunni. Í dag er einn mánuður og 14 dagar þangað til við stefnum á að flytja inn, þ.e 1. mars. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það gangi upp. Það styttist í að öll innismíði verði búin og húsið tilbúið til innréttinga þ.e málunnar, innréttinga og gólfefna. Búið að draga í rafmagn, málararnir eru að byrja að sparsla og flísar og tæki komin í bílskúrinn.

Bíddu við !

Fyrir þá sem eru að byggja eða í sambærilegum framkvæmdum þá get ég alveg bent ykkur á að kaup aldrei neitt nema að fá að lágmarki 20 % afslátt, ég hef vælt út af flestu 25-30 % afslátt, er samt komin slatta yfir kostnaðaráætlun !

Mig langar svakalega í sleða.....ussss. Geggjaður þessi snjór, finnst þetta alveg frábært, þangað til það fer að hlána allavega

Er kominn með kaupanda af cruiser, er alls ekki að týma að selja hann, er að afhenda hann á morgun með tárin í augunum.......Ég verð þá að sætta mig bara við Q7....

Sjaldan vinnur hamar verk úr hendi !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home