miðvikudagur, júní 28, 2006

Einn staut enn í xxxx

Við hér hjá bloggsamsteypunni www.4seti.blogspot.com höfum ákveðið einróma að rétta úr kútnum á þessum síðustu og verstu tímum.......

rifja þetta upp

Opna einn kaldan.............. ahhhh

Fara yfir stöðuna......

Við kíktum á Akureyri um síðustu helgi að ná í þann sem að öllum líkindum fermist næst á heimilinu, hann fór í tveggja vikna orlof hjá ömmu og afa.
Alltaf fínt að kíkja norður, mig langar ekkert að fara aftur um helgina á landsmót :-(

Sá stutti stækkar og stækkar, hann verður með þessu áframhaldi líkur pabbanum þegar hann var lítill ( stór ) ( lang flottastur ). Hann er orðinn 59,5 cm og 5635 gr toppaðu það ( ekki orðinn 6 vikna )

Alltaf nóg að gera hjá manni, það nýjasta er að skipta um vinnu. prufa annars konar sölumennsku og vera í fasteignunum með " einari " sem og að vera í skólanum ( prófin gengu miklu miklu betur en ég þorði að vona ) En allavega þá er þetta allt í skoðun og fer að skýrast.


Lenti í mögnuðu dæmi í gær þegar ég var að skoða íbúð hjá eldri konu hér á Selfossi. Hún var með litla tík ( Chihuahua ) ég hef hingað til ekki haft mikið álit á þessari hundategund, alltaf gjammandi og urrandi á allt og alla....... Get ekki sagt að það hafi aukist með þessari heimsókn. Ég hafði það nú inn í eldhús en helv tíkin gelti og urraði stanslaust á mig, svo róaðist
hún nú. Þegar ég stóð svo upp og ætlaði að labba út þá stökk kvikindið í mig
og beit aftaní báða kálfana. Ég er alveg hel aumur eftir helv og ég náði ekki einusinni að svara fyrir mig með sparki !


Bolli Bolla

miðvikudagur, júní 14, 2006

Tja.......



Allt gengur vel með Karvel Leví, sefur vel og stækkar hratt.

Eins og sjá má er boltinn farinn að rúlla á HM og ekki spurning með hverjum sá stutti heldur ! ( hann hefur sérlega góðan smekk )


Það fylgja talsverðar breytingar því að fá svona kríli inná heimilið en vá hvað það er magnað og gefandi.

Annars er bara allt gott. Alltaf botnlaust að gera í vinnunni, ég hef því ekki verið nógu duglegur við að vera heima í svokölluðu orlofi því miður !

Nebblega það.

mánudagur, júní 05, 2006

Drengur án nafns, hvað er það ?

Þá er komið nafn á litla herrann til að svala forvitninni vísa ég á www.barnanet.is/karvel