föstudagur, júní 29, 2007

Bara blóm.......

Enn ein helgin að detta inn. Sú síðasta var fín, afrekaði að kaupa mér fellihýsi og selja tjaldvagninn sem ég var nú bara búinn að nota í 3 nætur þegar fellihýsið datt óvart uppí hendurnar á mér. Fórum jónfrúarferðina um síðustu helgi, laugardagurinn fór reyndar allur hjá mér í að steggja Diddann, það var fín skemmtun í góðra vina hópi.




Já svo er ég búinn að selja þann hvíta hér að neðan....fyrir þá sem eru að fylgja mér eftir í þessum bílamálum þá held ég að ég sé búinn að eiga allavega 4 bíla það sem af er ársins.......Ég reikna með að Cruiserinn fái nú eitthvað að dvelja í innkeyrslunni ( allavega fram á haustið )

Maður er svona aðeins að byrja að undirbúa framkvæmdir í nýja slottinu, aðeins farið að hugsa um innréttingar, lýsingu, gólfefni og þessháttar......







Allavega góða helgi :-)

þriðjudagur, júní 19, 2007

Fljótt skipast veður í lofti.

Núna fyrir hádegið fékk ég samþykkt tilboð í fokhelt, steypt 183 m2 endaraðhús sem ég lagði inn fyrir helgi. Þannig að nú stefnir allt í það að ekkert verði úr sumarfríi með tærnar uppí loft heldur verður maður með hamar í hönd svona allavega til að þykjast. Það er bara spennandi að fá að innrétta eftir sínu höfði, velja allt frá a-ö eins og þar stendur. Húsið er skemmtilegt og staðsett innst í botnlanga við opið grænt svæði, tvö baðherbergi og sjónvarpshol. Þetta tvennt var á óskalistanum ásamt því sem ég er alltaf spenntari fyrir steyptum húsum !






Svona er útlitið á þessu, auðvitað með flötu þaki, mar er svo móðins........!

mánudagur, júní 18, 2007

Yes yes yes

Ef mar væri á kaupi við bloggfærslur þá held ég að ég yrði seint ríkur tala nú ekki um ef um akkorðsvinnu væri að ræða.

17 júní fór nú aðeins fyrir vísindin, allavega fyrripartur dags, var nokkuð ryðgaður eftir glæsilega útskrift hjá spýtunni og rölt um plön bæjarins. Ég hef nú ekki snert á miðbænum í langan tíma, mér þótti nokkuð magnað að vera laus við reykinga mökkinn. En allavega var ég alveg á felgunni og sýndist það fólk sem ég fór með og hitti í bænum vera á svipuðu leveli !

Fyrir helgina skrifaði ég undir kaupsamning og þá í raun erum við búin að selja húsið okkar, afh 1 sept. Erum að vinna í því að leita af leiguhúsnæði. Duttum í lukkupottinn og fengið úthlutaða lóð hjá bænum en þegar betur var að gáð var kvöð á henni þess eðlis að húsið verður að vera á tveimur hæðum, það var ekki á óskalistanum, svo þetta er allt í lausu lofti.

Ég sé líka að það er búin að vera smá hreyfing í bílamálunum frá síðustu færslu, ég tók Ford Focus uppí Avensis og setti Focus svo áfram uppí Yaris. Þannig að ef einhverjum vantar úrvals yaris árg 04 ( auðvitað á gamla verðinu :-) þá er ég game.




Fallegur usssss !