miðvikudagur, maí 23, 2007

Smiðir óskast eða hvað ?

Jæja þá eru sölumál hjá okkur að skýrast, stefnir allt í að við skrifum undir í síðasta lagi 11. júní og afhendum húsið líklega 1. sept. Og þar sem þetta er allt hálfgerður spunaleikur þá er næsti leikur ekki ákveðinn, reikna með að við neglum okkur í tímabundna leigu og förum fyrir alvöru að leita okkur að lóð eða fokheldu einbýli, líklegast er þó að við kaupum lóð og látum byggja eftir okkar teikningu og tökum þá við því fokheldu..............En þetta er svosem enn frekar óljóst.

Litli kútur búinn að vera veikur núna í vikunni, ég er búinn að vera í heimahjúkrun eftir hádegi í gær og dag. Vonandi fer hann að hrista þetta af sér, þetta er einhver kvef, hita pest. Fór uppí 40,6 stiga hita, finnst það nú allt of mikið fyrir eins árs gutta.

Fyrir þá sem hafa ekki færi á að horfa á leikinn í kvöld.... AC Milan Vs Liverpool þá fer hann 1-2 fyrir Liverpool........

Að lokum þá er ég með úrvals bíl til sölu. Avensis exe, ek 44 þús, leður , lúga og allur pakkinn ef einhverjum langar að bíla sig upp...........

föstudagur, maí 18, 2007

Tja hef nú postað að minna tilefni.

18 maí í dag sem þýðir að litli geislinn er eins árs í dag. Ég er ekki frá því að það fari aðeins meira fyrir honum í dag en þegar ég fékk hann glænýjan í fangið. Þetta ár er búið að líða ótrúlega hratt og á sama tíma búið að vera stórbrotinn tími.

Lífið hér á kantinum gengur annars sinn vanagang. brjálað að gera í vinnunni, er líklega búinn að selja ofanaf okkur húsið í látunum, búinn að kaupa landcruiser og tjaldvagn svo mar ætti allaveg að vera klár í útilegurnar í sumar sem ég reikna með að verði flestar helgar og jafnvel eitthvað yfir áramótin ef húsasalan gengur eftir :-)

Nýafstaðnar kosningar leggjast vel í mig. Mínir menn ótvíræðir sigurvegarar kosninganna. Veit ekki hvernig okkur gengur að vinna með Samfylkingunni ef að því verður en það verður allavega forvitnilegt stjórnarsamstarf. Það voru margir sem vildu breytingar frá fyrri ríkisstjórn og ætli þetta sé ekki einn skásti kosturinn í stöðunni ( besta breytingin hefði auðvitað verið að gefa Sjálfstæðismönnum fullt umboð til að stýra skútunni.......

En allavega sjáum hvort bogghanskinn sé kominn úr vetrardvala hjá stoltum Pabba !