þriðjudagur, maí 24, 2005

Vogun vinnur vogun tapar....................

Jæja þá er maður búinn að taka lokaákvörðun í vinnumálum. Atli Snær sölufulltrúi með fasteignir skal það vera. Áningarstaðurinn er Xhús fasteignasala og er fyrsti vinnudagurinn á morgun. Ég er mjög spenntur að takast á við ný verkefni sem fylgja þessu og vona náttlega að mér farnist vel í starfi.

Þannig að hér eftir ef ykkur svo mikið sem dettur í hug að kaupa eða selja fasteign þá er fyrsta skrefið að bjalla í kallinn.

Ef þið svo mikið sem heyrið af einhverjum sem er að hugsa um að kaupa eða selja fasteign þá náttlega að plögga kallinn.

Ef ykkur dreymir að einhver sé að selja eða kaupa fasteign þá um að gera að kynna sér málinn fyrir kallinn.

Ef þið eigið skunk – anansie bol eða þekkið einhvern sem á slíkan grip þá öfundar kallinn ykkur.


Minni á snilldar leik annað kvöld.....Liverpool Vs AC Milan......mar getur varla beðið, það virðist ganga allt í haginn hjá þeim rauðu hér á klakanum ( VAL ) svo ég býst við því að þeir rauðu frá bítlabænum verði svipað stemmdir á morgun og massi þetta 2-1 eins og áður hefur komið fram. Held það séu ennþá nokkur stæti laus á Hótel Holti fyrir áhugasama ( ekki hægt að taka frá borð )


Plögga kallinn heillin mín þrátt fyrir bruna !!

mánudagur, maí 23, 2005

Mjaki mjaki

Jæja prófin loksins að baki en ég lagði mig nú ekki fram við að ná í einkunnirnar heldur bíð ég sveittur í lófunum og á efrivörinni eftir að fá umslag í gegnum lúguna.

Sumarið er komið og mar ekki ennþá búinn að festa sig endanlega í vinnu. Það eru tvö störf sem eru að togast á inní mér. Þetta er jú alltaf spurning um kaup og kjör sem og vill maður ráða sig á traustan, öruggan, og í senn skemmtilegan vinnustað með góðan móral. Þetta er ekki alveg að púslast saman eins maður myndi helst óska...En skýrist vonandi endanlega á morgun.

Maður er annars fullur eftirvæntingar eftir miðvikudeginum. Það verður tær snilld að fylgjast með Liverpool Vs Milan. Leikurinn fer 2-1 fyrir þeim ensku svona ef einhver er að velta úrslitunum fyrir sér.


Allir góðir........


miðvikudagur, maí 11, 2005

Hverjum er gerður greiði með því að þegja.

Jæja góðir hálsar þá er nú farið að sjá fyrir endann á þessari próftörn, það teygist reyndar á henni farm að þriðjudeginum 17 því ég frestaði prófi í dag í von um að ná að undirbúa mig betur.

Farðu í bað ansk hafi það !!

Ég fór í ræktina rétt fyrir hádegi í dag og var að reyna að hnikkla sonna létt. Það er skemmst frá því að segja að það gekk bara vel þangað til að verst lyktandi núlifandi Íslendingur lagði á bekkinn við hliðina á mér. Ég get svarið það að ég hef aldrei á ævinni fundið annan eins damp af mannveru.
Það kviknuðu nokkrar spurningar þar sem ég var að flýja fíluna:

Hvernig í ansk geturu lyktað svona illa maður ?

Ertu búinn að vera lengi að safna ?

Langar þér bara alltaf að búa einn ?

Ertu e-d á móti Orkuveitunni ?

Þú hefur ekkert heyrt um svitalyktaeyður er það nokkuð ?

Hvenær stakk mamma þín þig af ?

Hvarf hundurinn þinn kannski bara sporlaust einn daginn ?

Ég veit að það er manninum fullkomlega eðlilegt að svitna og hver og einn ber sína líkamslykt en HALLÓ.

Átti ég að benda mann greyinu á þetta ?
Þá kannski myndi hann átta sig á þessu og fara í sturtu svona til hátíðarbrigða.

Hvernig ætti mar svosem að brjóta ísinn ?

Herru félagi þú lyktar eins og ég veit ekki hvað.

Fyrirgefðu það er eiginlega alls ekki líft í kringum þig ( ekkert illa meint sko )

Spurning um að gera þetta leikrænt og fara að þefa útí loftið af sér og öllu í kring ( Það myndi kannski minna of mikið á MR Been !


Það væri líklega það rétta í stöðunni öllum til góða. Ætli mar færi ekki að taka eftir þessu ef mar stæði í hans sporum, Fólk alltaf að hlaupum í kringum mann.

Getur verið að þetta sé óréttlátt að mér, Kannski tek ég ekki nægt tillit til annarra . Átti ég bara að gefa lyktinni hans séns og reyna að fíla hana, erfitt að segja og enn erfiðara að framkvæma !!

Að kafna ú skít !

sunnudagur, maí 08, 2005

Jói Fel hvað !

Jæja allir út að grilla. Er ekki kominn tími til að fara að hugsa um ferska djúsí grillrétti svona með hækkandi sól. Ég er með eina tillögu að rétt sem ég held að eigi eftir að vera ein sú heitasta á fróni í sumar.

Við byrjum á því að fíra grillið vel upp. Því næst tökum við í hönd tvær lengjur af SS kindabjúgum og sneiðum þær niður í þunnar sneiðar ( fer eftir smekk hversu þunnar ) þegar þarna er komið við sögu er ekki úr vegi að teygja sig eftir Cocoa Puffs pakkanum sem er auðvitað hið mesta þarfaþing við grill listina. Takið væna lúku af brakandi ferskum kúlum uppúr pakkanum. Þá er röðin kominn að því að þræða þetta á tein. Teinninn svíkur engan ! Þræðið einn bjúgu bita á móti c.a 4-6 cocoa puffs kúlum, svona þræðið þið uppá teininn þangað til hann er farinn að innihalda u.þ.b 8 sneiðar af bjúgu hnossgætinu og þá talsvert magn af kúlunum. Smyrjið því næst pinnann í hólf og gólf með ab mjólk ( má nota súrmjólk ef ab er ekki til ). Á þessum punkti er eftirleikurinn hreinn barnaleikur. Smellið pinnunum á grillið og svo þegar ilmurinn er orðinn þannig að þið standist hann ekki lengur þá takið þetta inn og innbyrðið eintómt eða með meðlæti sem ykkur þykir henta.

Sökum anna hef ég ekki gefið mér tíma til að testa þessa frábæru uppskrift svo endilega látið vita hvernig bragðast og til tekst ef þið látið vaða í herlegheitin.

Viðbætt: Athyglisverð frétt af mbl.

Kynsjúkdómur leggst á mörgæsir í dýragarði
Dularfullur klamydíufaraldur hefur brotist út í dýragarðinum í San Francisco og lagst á mörgæsir í garðinum. Klamydía smitast milli manna við kynmök en ljóst er að mörgæsirnar hafa smitast með öðrum hætti. Á annan tug fugla hefur drepist af völdum sjúkdómsins, sem veldur öndunarerfiðleikum og nýrnabilun.



Góðar stundir góðir hálsar

þriðjudagur, maí 03, 2005

1-0



Jæja ef það var ekki dagur í dag til að taka sýn þá veit ég nú ekki hvað.......Það ætti náttlega að vera bannað með lögum að missa af svona leikjum........Ég ætla að vona að mínir menn í Liverpool taki þetta 1-0, ég sagði nú ekki að það yrði auðvelt. Mar verður víst að láta sér nægja 37” Plasma, Sony heimabíó , digital ísland og einn öl......

Mar lætur sig hafa það í þetta skiptið

mánudagur, maí 02, 2005

Skammt "reyndar ekki stórra" högga á milli

Það ríkir sorg hér í Holtinu. Ég sem var að enda við það að lofa góðri heilsu Galaxy Stalone hér að neðan en núna er hann látinn. Ég hef grun um að dauði hans sé því miður ekki með öllu eðlilegur, já nú kunnið þið að spyrja “ Var Laxi myrtur ? ” Svarið er jaaaaaaa ég held að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri hafi með stöðugum hugskeytum og huglegu áreiti náð að slökkva þetta litla fallega líf hans Laxa okkar allra. Ef þetta er ekki kornið sem fyllti mælinn gagnvart samfylkingunni þá veit ég ekki hvað þetta á að kallast. Ef þú lesandi góður svífst einskis og vilt láta þennan úrhraks flokk komast til valda þá þú um það.....En jæja ætla nú ekki að sökkva mér dýpra í það í bili.


Laxi.....Minningin um þig lifir. Þegar við fórum félagarnir saman í sumarbústaðinn, fórum á Hellu um jólin og ótrúlega gefandi stundir sem ég átti með þér hér í Holtinu. Þegar ég kenndi þér að synda afturábak, með lokuð augun, segja Atli Töffari, hoppa eins og Keikó sem var fyrirmyndin þín. Núna fáið þið loksins að hittast hinumegin, Ég bið að heilsa honum.

Með fréttablaðinu í dag fylgdi blað frá Elko, það er svosem ekkert útá það að setja í sjálfum sér nema að ég mæli ekki með að fólk versli þar.......Expert rúllar.......En aftur að þessu blaði. Ég var að glíma við það að lesa Elko blaðið í baði og komst að þeirri niðurstöðu að það er alveg óþarflega stórt, ég er með þokkalega stórt baðkar en ekki heitan pott sem ég held að þurfi að vera til staðar ef mar á að geta athafnað sig og flett eðlilega í gegnum blaðið.


Lax Lax Lax og aftur Lax