miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Þetta gat hann !

Jæja ætli það sé ekki rétt að fara að uppfæra digga lesendur, þeir sem hafa ekki heyrt né frétt þá er von á fjölgun í fjölskyldunni, rúmir fjórir mánuðir. Mjög spennandi tímar framundan og kúlan farin að mótast ................... :-)

mánudagur, nóvember 28, 2005

Helgin góð.........

Á laugardaginn tók kallinn hamar í hönd og dekraði aðeins við félaga Jacko....léttur frágangaur.............Mar bíður nú eftir að sjá myndir af vígslunni þegar sá danski fór eftirminnilega svo fimlegum tám um rakan viðinn !

Lækjarbrekkan klikkaði ekki á laugardagskvöldið...........Get alveg mælt með henni sko. Við Hildur kíktum svo aðeins á Nasa þar sem Nýdönsk voru að spila, alltaf drullu góðir...

Á Sunnudeginum var svo bara slakað ( smá timburmenn ) Horfðum á mynd 2 og 3 af Lord of the Rings.............Verð að viðurkenna að það er alveg þess virði að eiga nokkur hundruð þús kr plasma og heimabíó þegar mar er að horfa á þessar myndir............ÞVÍLÍK SNILLD !!!!!

Gargandi helgi

föstudagur, nóvember 25, 2005

Tánaglatollur..........

Jæja þá er að skella sér út í helgina........... Lítið planað þannig allavega Lækjarbrekka annað kvöld...............”Alltaf sígild Alltaf ljúf “ segja þeir............Hvet fólk til þess að gera ekkert sem það sér ennþá eftir í vinnunni á mánudaginn, er í lagi þótt það sé léttur mórall á sunnudag, það er eðlilegt og allir þekkja en hitt getur flokkast undir það að vera þreytt dæmi...................ekki það að mar þekki það !


Gleðinnar dyr.....

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Góðir hálsar.............

Tíminn flýgur áfram........Þessi vika hefur liðið mjög hratt, brjálað að gera í vinnunni og greinilega margir sem stefna á að eyða jólunum í nýjum húsakynnum. Kvarta svosem ekki því þegar mar er í minni stöðu er það nákvæmlega eins og mar vill hafa það, mar gæti barasta átt fyrir kertum og spilum fyrir sína nánustu í jólapakkann ! Það er ágætur mælikvarði á hvað það er mikið að gera þegar mar er hættur að brasast á netinu og hanga í bloggheimum .......

Aðfaranótt mánudagsins var hreint helvíti, þá vaknaði ég um miðja nótt og var svo ælandi á 20 mín fresti fram eftir degi.......... Verulega ógeðsleg pest og í morgun kom í ljós að sá stutti vildi ekki vera minni maður því hann var búinn að æla allt snyrtilega út í herberginu sínu, þá erum við öll búin að fá þetta og vonandi þarf ekki að spá í það meira.

Já allt getur gerst ég fór í það á þriðjudagskvöldið að horfa á fyrstu myndina af Lord of the Rings, eða var plataður í það !.................. gott ef diskurinn sem ég horfði á er ekki ættaður frá Vestmannaeyjum og er búinn að vera í láni í holtinu í nokkur ár. Hvenær ætli mynd nr 2 komi í bíó ?.........Já ætli það séu ekki nokkrir sem öfundamann að eiga eftir að sjá hinar tvær, mynd nr 2 er reyndar líka til heima svo mar fer að kíkja á hana. Verð að segja að þetta var ekki svo slæmt eftir allt !

Mar kann sig.......

föstudagur, nóvember 18, 2005

Eitt og annað í gangi !

Jæja nokkuð við að vera þennan daginn eins og þá flesta......Er að fara á eftir uppá Keflavíkurflugvöll að keyra gamla settið, ætla að kíkja í aðeins í sólina til tilbreytingar ! Til baka verður svo danskt þema því sá danski er að koma á klakann í helgarferð....Og má því með sanni segja að slegnar verði tvær flugur..................Sá danski vill kannski frekar orða það þannig að ég sé að koma að ná í hann en gömlu fá að sitja í !

Helgin.........Einskonar afmælishelgi hjá frúnni og stefnan tekin á Úthlíð í bústað verður fín afslöppun.......


Spurning um að fara að uppfæra almúgann ?

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Kominn tími til segja sumir....allavega einn !




Ég sé ekki betur en að sumir sem ég þekki geti glaðst yfir því að sjá að Ww Jettan er ekki útdauð ( ekki einusinni í útrýmingarhættu ). Eins og sjá má hefur hún fengið smá upplyftingu, Gott ef mar á ekki eftir að þekkja sjóntækjafræðing á spánussa nýrri Jettu í framtíðinni.....

Hver veit ?

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Hver lúrir ekki á smá fettis.....?

15 nóvember og frúin á afmæli í dag, að tæknilegum ástæðum treysti ég mér ekki í að fjalla sérstaklega um aldurinn........

Þeir sem hafa að geyma lyftufettis eins og ég kís að kalla það ( fá eitthvað útúr því að festast í lyftu ) ættu að droppa við hjá mér í vinnunni. Lyftan stoppar allavega einusinni á dag ef hún virkar á annað borð ! Ef þú ert heppinn / óheppinn ( fer eftir fettis ) getur þú stoppað þannig að þú náir að skríða útúr henni án mikillar fyrirhafnar.....

Gerist ekki betra...........

mánudagur, nóvember 14, 2005

löðrandi.........

Fínn mánudagsmorgun og helgin að baki. Mar er varla orðinn vanur því að vera í fríi allar helgar en það er tær snilld. Vakna ( ekki þunnur ) fyrir hádegi, henda sér í ræktina og svo bara gera eitthvað sem manni dettur í hug. . . .

Talandi um ræktina........Finnst fólki almennt séð flott þegar menn eru komnir með upphandleggi í bílbreidd........Það er eitt að vera stæltur, fitt og vel á sig kominn en að verða svona ýktur og þá í leiðinni afmyndaður því þegar þetta er gengið útí öfga eru menn í mörgum tilfellum hættir að samsvara sér ásamt því að vera vel markaður af sterabólum ! ........................

Í dag eru 40 dagar til jóla. Það er ekki hægt að segja að þau séu mjög hagstæð fyrir þá sem hafa ánægju af nokkrum frídögum í kringum hátíðirnar því að Aðfangadagur og Gamlársdagur koma upp á laugardegi. Gerist ekki verra, einn frídagar ( mánudagurinn annar í jólum) held að mar taki sér bara frí milli jóla og nýjárs í að njóta annaðhvort sunn eða norðlenskrar sveitasælu !

Fimm á ricter og ég finn fyrir þér......da da draramm dararamm ...............

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Það er skammt stórra högga á milli.

Í gær munaði minnstu að við hefðum fest kaup á
nýju tvíbýlishúsi með bílskúr sem afhentist fokhelt á litlar 27,5 milj í maí á næsta ári en það var slegið útaf borðinu á síðustu stundu og var það að mestu leyti vegna þess hve illa þessi afhengingartími hentar okkur !

Styttist í helgina og er ég farinn að hlakka til að setja tærnar beint uppí loft, og reyna að gera sem allra minnst. Annars ef ég fer að spá í því þá sofna ég alltaf á maganum með hendurnar undir koddanum þá vísa tærnar beint niður, það gerist reyndar frekar sjaldan að ég vakni í nákvæmlega sömu stellingu og ég er vanur að sofan í ( man reyndar ekki eftir því bara ) Trúi ekki að það séu margir sem geta sofnað á bakinu þá má nú frekar bjóða mér hliðina.

Semsagt sama hvort tánum verður vísað upp eða niður sofandi eða vakandi við imbann eða hvað þá allavega verður boðskapur helgarinnar lítil áreynsla á tærnar....

................................

mánudagur, nóvember 07, 2005

Ja hvað skal segja......

Uhhhhhhh helgin fín.......pjakkur í pössun á föstudagskvöldið og við út að borða. Mar gerir aldrei of mikið af því, alveg nauðsynlegt.

Félagi Gísli Matrein beið lægri hlut í kosningum innan veggja sjálfstæðisflokksins í borginni um helgina fyrir Vilhjálmi. Ég hefði haft gaman af því að sjá Gísla í stólnum í vor en engu að síður er listinn ansi sterkur og vel mannaður bæði af konum og körlum....

Ég fékk hressandi hringingu á laugardagskvöldið.........MR Stymms var líklega að hefna sín síðan í sumar þegar ég hringdi í hann úr brekkunni á þjóðhátíð “ Lífið er yndislegt “ sungu þá þúsundir kátir þjóðhátíðargestir.......Hann hinsvegar hafði uppá að bjóða hringingu frá kóngsins köben, félaginn var staddur á sálartónleikum, heyrðist mér talsverð stemning vera í húsinu og lagið Sódóma ómaði upp um veggi og í gegnum sæstreng. Ttj ætli við séum ekki kvittir bara ?

Í gær slysuðumst við á opið hús í Hafnafirðinum ( hús til sölu ). Leit vel út og spennandi dæmi. Veit ekki hvað verður gert í því en þetta væri allavega stækkun um meira en helming úr 80 í rúma 170 fm og verðmiðinn eftir því !

Púffff.............

föstudagur, nóvember 04, 2005

Föstudagsblandið.....


Já þessi vika hefur verið alveg einstök og gleymist seint, reyndar eins og þær flestar hjá manni. Þessi skilur eftir sig fullt af góðum tilfinningar og ávísun á góða tíma. Já ætli það fari nokkuð framhjá fólki þegar það lifir í raunverulegri hamingju, ef mar tekur t.d Bleika pardusinn sem dæmi þá er ekki spurning um að hann er í býsna góðu jafnvægi og nýtur hverrar mínútu af lífsleiðinni nákvæmleg eins og það á að vera !

Stefnan fyrir kvöldið er að mæta á plönin og gera allt fokhellt ! jaaaaaa allavega að fara út að borða........kannski mar feli spýtuflís fokhellta hluti.

Mæli með nýja disknum með sálinni og hvet alla til að verða sér úr um eintak, öfunda þá sem ætla að mæta á tónleika með þeim á danskri grundu annað kvöld.....einnig vill ég hvetja alla borgarbúa sem eru þess heiðurs aðnjótandi að vera í sjálfstæðisflokknum að mæta á kjörstað í dag eða á morgunn og taka virkan þátt í að raða á lista flokksins sem ætlar að taka borgina með stæl. Ég hef trú á Gísla Marteini, held að nýjar áherslur og framtíðarsýn hans sé mjög spennandi valkostur svo ekki sé nú talað um barnafólk sem ég held að hann eigi eftir af gera nokkuð hátt undir höfði..........

16-17

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Talandi um að ekkert krassandi gerist !



Eins og fólk hefur eflaust heyrt um í fréttum var sprengja sprengd í bíl í skeifunni í nótt, má lesa nánar um það á mbl.is. Þetta átti sér stað við innganginn í vinnuna hjá mér og mætti löggan í dag með 5 bíla og talsverðan mannskap á svæðið til að rannsaka vetfang.

Í fyrsta lagi mættu þeir um eitt í dag og sprengjan var sprengd um 3 í nótt. Fólk búið að keyra og labba um svæðið í dag ( spilla sönnunargögnum gæti mar ímyndað sér ) nei þeir komu og létu færa bíla og tóku breiðleit um svæðið og auðvitað girtu af svæðið eins og gert er í allt í drasli þáttunum ! Verð að segja að þetta minnti óneitanlega á atriði úr myndinni Sigla himin fley þegar verið var að handfjatla “fingrafaraduftið” ekki viss um að allir muni eftir þessu en ég hef séð hana einusinni - tvisvar.

kallinn fór náttlega á stað með myndavélina.







Jaaaaa mar hvergi óhultur........ !