fimmtudagur, janúar 17, 2008

Stóra geispið.

Rútína hjá mér síðustu daga og vikur, mæta í vinnu frá 9:00 – 17:00, fara svo útí hús að smíða og hef verið að skila mér heima á milli 2 og 5 á nóttunni. Í dag er einn mánuður og 14 dagar þangað til við stefnum á að flytja inn, þ.e 1. mars. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það gangi upp. Það styttist í að öll innismíði verði búin og húsið tilbúið til innréttinga þ.e málunnar, innréttinga og gólfefna. Búið að draga í rafmagn, málararnir eru að byrja að sparsla og flísar og tæki komin í bílskúrinn.

Bíddu við !

Fyrir þá sem eru að byggja eða í sambærilegum framkvæmdum þá get ég alveg bent ykkur á að kaup aldrei neitt nema að fá að lágmarki 20 % afslátt, ég hef vælt út af flestu 25-30 % afslátt, er samt komin slatta yfir kostnaðaráætlun !

Mig langar svakalega í sleða.....ussss. Geggjaður þessi snjór, finnst þetta alveg frábært, þangað til það fer að hlána allavega

Er kominn með kaupanda af cruiser, er alls ekki að týma að selja hann, er að afhenda hann á morgun með tárin í augunum.......Ég verð þá að sætta mig bara við Q7....

Sjaldan vinnur hamar verk úr hendi !

föstudagur, janúar 04, 2008

Já kominn tími á fyrsta blogg ársins eða hvað......

Áramótin voru stórfín fyrir utan þetta helv veður, djöfull er ég orðinn þreyttur á þessu. Mér fannst skaupið nokkuð gott, margir mjög góðir sketsar en auðvitað nokkrir inná milli slakari, verst af öllu þótti mér þó að sjá auglýsingu í miðju skaupi frá........-Max eitthvað, sérstök stofnun það !

Maturinn var frábær, mergjaður humar í forrétt, snilldar naut í aðalrétt, úrvals eftirréttur, nokkrir kaldir og málið dautt.... púff keypti slatta af flugeldum svo var mar að brasast við að skjóta þessu upp í brjáluðu roki og rigningu. Það var lítið sem ég fékk útúr því og hvað þá þeir sem reyndu að standa úti að horfa !

Hvað er að Íslendingum ?
Fór í kringluna í gær, það var ekki séns að ég yrði einmanna þar allavega sjæseman. Ég var án gríns tæpan hálftíma að finna mér stæði, nei ég var ekki á rútu ! það var ekki mikið skárra þegar inn var komið. Útsölurnar semsagt byrjaðar á Íslandi, kortin ekki kólnuð eftir jólabrjálæði þá er einmitt málið að fá sér ábót, fyrst ég var nú kominn í Kringluna þá kíkti ég náttlega á Hugo frænda og kom klyfjaður út eins og versta kelling. Ég er að hugsa um að leggja til innan stór fjölskyldunnar að færa pakkadaginn frá aðfangadegi yfir á þrettándann, þannig yrði hægt að loka jólapakkaflóðinu á útsölum, fyrst mar er byrjaður á þessu þá er spurning hvort mar færi ekki bara líka skotkvöldið alfarið frá áramótunum yfir á þrettándann, þá er oftast betra veður og náttlega miklu ódýrari flugeldar $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$............ Allavega pæling
Annars bara brjáluð smíðavinna framundan alla helgina......allir velkomnir