fimmtudagur, maí 25, 2006

Sama sælan !

Jæja þá er mar búinn að henda upp síðu fyrir þann stutta, ekki alveg tilbúin en allavega komin af stað. Við ákváðum að velja barnanet.is í stað barnaland.is eins og flestir eru að nota sýnist mér. Ástæðan er mun skemmtilegra viðmót og ágætir möguleikar. Endilega kíkið á www.barnanet.is/karvel . Er líka linkur : hér til hliðar!

Annars er bara allt gott, sá stutti er ótrúlega ljúfur og góður og sefur vel á nóttunni sem flokkast undir að vera gott.

Styttist í kostningar.....................Þá er bara fyrir alla landsmenn í borg og bæ að muna að setja X við D

Saddur á sálinni !

mánudagur, maí 22, 2006

Það fer bara ekkert af manni brosið....



















Hildur og sá stutti fengu að koma heim í gærkvöldi. Allt gengur vel og snýst þetta að mestu hjá þeim stutta um að sofa, fá brjóst og láta skipta á sér “ ekki slæmt líf það “ Það má segja að við höfum í fyrsta skipti í gær heyrt hann gráta, enda mjög vandað eintak, rólegur og góður eins Pabbinn....... Það er ótrúlega gaman að fylgjast með hversu háþróuð þessi kríli eru og hvað sambandi milli móður og barns er magnað. Ég ætlaði að setja upp barnasíðu og langaði að heyra hvort einhver hefur skoðun á því hvort mar eigi að notast við barnaland.is eða eitthvað annað ?


ahhhhhhh prófin búin. Ég kláraði á laugardaginn, ég verð að segja að mar var ekki mjög einbeittur yfir bókunum...................... en þau eru allavega búin í bili !

Og hvað á barnið að heita ?

föstudagur, maí 19, 2006

It's a Boy

Hann fæddist í gær 16,5 merkur og langt flottastur, allt gekk vel og allir frískir.

















"Pabbinn"

laugardagur, maí 06, 2006

Nóg að gerast

Jæja 6. maí í dag....það segir manni að það er minna en 10 dagar í fulla meðgöngu. Það sem verra er að það segir mér líka að þar er slétt vika í fyrsta prófið sem segir mér svo aftur að ég er í djúpum málum......

Ég get ekki sagt annað en að ég vona að litla krílið fari að láta sjá sig, finnst þetta vera orðið gott með öllu því sem meðgöngunni fylgir, eins og þetta er frábæri tími þá tekur þetta eðlilega mikið á þessar elskur. Ég er orðinn mjög spenntur þó að þetta sé svolítið óraunverulegt ennþá............. Hildur er búinn að vera hress svona í heildina og lítur þetta allt saman vel út, barnið skorðað og tilbúið að láta taka á móti sér.

Ég ætla að koma með smá pöntun á tímasetningum, er það hægt ? Annaðhvort er að drífa sig af stað núna eða snemma í næstu viku, ef það hentar ekki, þá er um að gera að slaka bara á og koma eftir 20 maí !

Prófin hjá mér eru 13, 17 og 20 maí. Þetta verður strembin törn. Hvað er týpískara en það þegar mar þarf að vera í fríi og lesa að það verður alveg brjálað að gera í vinnunni og hrikalega er erfitt að segja nei þegar maður er að fá inn verkefni sem eru búin að vera í undirbúningi mjög langan tíma og aukalega gefa fullt af aurum ! Ætla að reyna að tolla heima núna fram yfir próf

nú þýðir að sitja heima og lesa.