mánudagur, janúar 08, 2007

Gleðilegt nýtt ár nær og fjær. ( þessi er nú á síðasta söludegi )

Eitt og annað búið að gerast síðan síðast, jólin og áramótin að baki, alltaf frábær tími finnst mér. Við vorum á Hellunni yfir hátíðirnar reyndar með því að skjótast norður í 2 nætur á milli hátíðarhalda. Ég var í fríi á milli jóla og nýjárs, finnst reyndar að þetta eigi allt að vera frídagar. Mar fékk að venju flottar gjafir ásamt því að vera verulega ánægður með gjöfina frá mér til mín.....myndavélina :-)

Áramótin voru fín, skotið upp heilum helling og virðist vera alveg sama hvað mar kaupir mikið af flugeldum, alltaf verður mar hissa hvað þetta er fljótt að fara. Við skutum upp fyrir 100 +. Svo var skálað og áður en ég vissi var mar mættur á Hvolsvöll á ball. Veit ekki alveg hvað mar var að þvælast, var einhver skindákvörðun en þetta var ágætt.....Mikið af mis gáfulegu og drukknu fólki. Áramótaskaupið fannst mér verulega dapurt, á reyndar eftir að horfa á það aftur en nei það var ekki alveg að gera neitt fyrir mig.

Nýja árið er að leggjast mjög vel í mig. Ég er einn að þeim sem finnst mar leggja af stað inní nýt ár með hreinan skjöld, jú mar ætlar að borða hollari mat, hreyfa sig meira , þéna meira, hafa það betra og allt þetta helsta sem líklega allir þekkja. Síðasta ár var náttlega alveg magnað og er það útaf fyrir sig verðugt verkefni að toppa.

Já ég byrjaði í nýrri vinnu núna um áramótin. Ég er alveg í skýjum með það. Komst inná einu söluna á svæðinu sem ég gat hugsað mér að vinna á þ.e.a.s Árborgir. Það þýðir það að mar sleppur við þennan akstur á milli og getur tekið virkari þátt í uppeldinu. Ég er kátur með þetta og spennandi tímar framundan.

Karvel braggast vel, kominn með 4 tennur og breytast hratt, held að mar eigi ekkert ungabarn lengur. Síbrosandi, spertur, bolti held ég að lýsi honum vel.

Já og meðan ég man þá á ég úrvals bíl til sölu......Toyotu Yaris árg 00, 5dyra lítið ekin og gott eintak sem fæst á fínu verði...............

Annars er bara að brosa meira, borða hollara, hreyfa sig meira og njóta lífsins. Amen.