þriðjudagur, júlí 18, 2006

166 dagar eftir af árinu og damn..... 17 í Þjóðhátið !

Púff............. heyrði þjóðhátíðarauglýsingu í útvarpinu á leiðinni í vinnuna í morgun...........Shit hvað þessi hátíð hefur mikil tök á manni, mar fær alltaf einhverja sérstaka tilfinningu þegar líður að og mar heyrir “ Lífið er yndislegt “ Þeir þekkja þetta sem hafa mætt og hafa gaman af því að skemmta sér ! össssss ekki meira um það, mig langar ekki rass.

Við fórum í útilegu um síðustu helgi, mjög nauðsynlegt komast aðeins í burtu og hlaða batteríin. Fórum á Klaustur, alveg furðulegt með þetta pláss, það var rigning allt í kring en ekki á klaustri hékk þurrt og var alveg ágætis veður. Frábær helgi.

Annars vill ég benda fólki sem ekki er þegar byrjað að spara að ganga í málið....... Það er inn í dag. Þekki engan sem hefur ekki efni á að spara !


Bara fyrir brjálaðan lýðinn.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Úr einu í annað...

Var að þvo bílinn á Selfoss city um daginn í makindum mínum. Það kom einhver ógeðslegur húsbíll inná planið og fór eigandi bílsins í það að tæma úr salerninu á planið við hliðina á mér. Hann smúlaði svo herlegheitunum í niðurfallið með tilheyrandi óþef og viðbjóð, er þetta eðlilegt, eru menn í þessu svona almennt séð ?


Fyrir þá sem ekki sáu auglýsinguna í mogganum á Sunnudaginn var verið að auglýsa eftir steypustöðvarstjóra svo kæri lesandi það er núna eða aldrei að láta drauminn rætast.

Ég hélt með þremur liðum í HM 06 : Englandi, Brasilíu og Argentínu já já já já ská í boðinu, þau gátu ekki rass í úrslitakeppninni. Svo voru Frakkar mínir menn í úrslitaleiknum og auðvitað töpuðu þeir.

Fór í fínt brúðkaup á laugardaginn hjá Davíð og Ástu. Eins og sjá má var góður stemmari þegar leið á kvöldið.

Bullandi bullandi gangur í þessu