mánudagur, september 11, 2006

Já gott frá Hnakkville.......

Hvað er með þennan tíma. Finnst sumarið vera ný byrjað en samt er fólk farið að huga að jólagjafainnkaupum. Finnst reyndar alveg geggjað að það skuli vera loksins almennilegt myrkur á nóttinni................


Skólinn er kominn á fullt og ég er einhvernvegin hlaupandi á blankskónum með fullt af námsbókum í annarri og svarta leður handtösku í hinni á eftir lestinni sem er lögð af stað........................... Hljótið að sjá þetta fyrir ykkur.

Allavega þá á ég eftir að taka eitt sjúkrapróf sem verður væntanlega núna í september, það eru leifar af síðustu önn, þarf að ná þar ágætiseinkunn til að fá svo að halda áfram á annarri önn sem ég er reyndar byrjaðu á....................voða gáfulegt eitthvað. Lágmarkseinkun er 7 í þessu blessaða námi. Myndi gefa mikið fyrir það ef gamla fimman myndi duga eða þó að það væri bara sexan !


Við keyptum okkur nýjan bíl á föstudaginn. Jamm Rav 4 árg 05 ekinn 19 þús með leðri og skæruliðagati. Þetta er í fyrsta skipti sem ég á 3 bíla í einu, allt toyotur. Fyrst að Fannar er ekki kominn með bílpróf þá held ég að við verðum að selja eitthvað af þessu svo ef ykkur vantar Rav – Avensis - Yaris þá bara hafa samband. Þetta er náttlega allt MOLAR..........................


Litli kútur dafnar vel, ég held að brosið sé fast á honum. Ef hann er vakandi þá er hann brosandi...............Alveg eins og pabbinn

Við horfðum saman á Robbie Williams tónleika á laugardagskvöldið, Robbie klikkar ekki. Ég er ekki viss um að ég hefði viljað skipta og vera á staðnum í staðin fyrir að vera með Leví í gír heima og láta plasmann duga, alveg ótrúlega magnað. Er samt búin að lofa betri helmingnum ferð á tónleika með kappanum við fyrsta tækifæri.


Verð nú að bæta því við að ég fékk hringingu eftir hád á lau. Þar var ungur ráðvilltur maður sem virtist í annarlegu ástandi. Ég pikkaði hann upp í pullaranum, held að það hafi verið smá hestalykt að félaganum eftir afrek næturinnar ! Hann fékk að blása á stöðinni og mældist 1,75 sem þýðir ennþá vel við skál og klukkan að verða 2.........................Þessi æska í dag hvernig endar þetta ?

mr.ssssssssssssssssssssssssssssss