Komiði sæl og blessuð.
Önnur færslan á þessu drottins ári 2007, hefði nú ekki talist góður árangur hér á árum áður !
Allt í bullandi blóma hér. Alveg snarandi brjálað að gera í vinnunni, er mjög ánægður með að hafa komist inná þessa sölu og ekki skemmir fyrir að vera bara 2 mín í vinnuna og geta rennt heim í hádeginu = TÆR SNILLD. Við fórum síðustu helgi með vinnunni í árshátíðarferð til Berlínar yes yes yes. Berlín er frábær borg sem iðar öll af lífi og menningu. Við nýttum tíman í verslunar og skoðunarferðir svo fórum við í trabant safari og keyrðum á slíkum bílum um borgina, borðuðum góðan mat og tókum púlsinn á fjölda mörgum úrvals knæpum. Karlpeningurinn fóru í mottu keppni og bar kallinn sigur úr bítum, ath söfnunartíminn var stuttur ( tæp vika )
Fannar fór norður til ömmu sinnar og afa í pössun og karvel mátaði ömmu og afa á Hellunni. Hvoru tveggja gekk mjög vel, Þetta var í fyrsta skipti sem að Karvel er í pössun í meira en kvöldstund. Það var alveg ólýsanlegt að sjá svipinn á þeim stutta þegar við komum heim á mánudagsnóttinni. Það tók aðeins á gamla settið að passa skæruliðann svo þau fóru beint í tveggja vikna ferð til Flórída daginn eftir að við komum aftur á klakann til að hlaða batteríin !
Annars er maður ótrúlega upptekinn af litlu fjölskyldunni sinni. Lífið snýst mikið um Levíinn sem er einmitt 10 mánaða í dag og alltaf er eitthvað nýtt að gerast hjá honum og alltaf eru foreldrarnir jafn stolti. Hann er ótrúlega glaðlindur, brosir útí eitt og er mikill gleðigjafi.
Svo er bara að sjá hvort blogg-maskínan hrekkur í gang við þetta, hendi nokkrum myndum frá Berlín.......
Allt í bullandi blóma hér. Alveg snarandi brjálað að gera í vinnunni, er mjög ánægður með að hafa komist inná þessa sölu og ekki skemmir fyrir að vera bara 2 mín í vinnuna og geta rennt heim í hádeginu = TÆR SNILLD. Við fórum síðustu helgi með vinnunni í árshátíðarferð til Berlínar yes yes yes. Berlín er frábær borg sem iðar öll af lífi og menningu. Við nýttum tíman í verslunar og skoðunarferðir svo fórum við í trabant safari og keyrðum á slíkum bílum um borgina, borðuðum góðan mat og tókum púlsinn á fjölda mörgum úrvals knæpum. Karlpeningurinn fóru í mottu keppni og bar kallinn sigur úr bítum, ath söfnunartíminn var stuttur ( tæp vika )
Fannar fór norður til ömmu sinnar og afa í pössun og karvel mátaði ömmu og afa á Hellunni. Hvoru tveggja gekk mjög vel, Þetta var í fyrsta skipti sem að Karvel er í pössun í meira en kvöldstund. Það var alveg ólýsanlegt að sjá svipinn á þeim stutta þegar við komum heim á mánudagsnóttinni. Það tók aðeins á gamla settið að passa skæruliðann svo þau fóru beint í tveggja vikna ferð til Flórída daginn eftir að við komum aftur á klakann til að hlaða batteríin !
Annars er maður ótrúlega upptekinn af litlu fjölskyldunni sinni. Lífið snýst mikið um Levíinn sem er einmitt 10 mánaða í dag og alltaf er eitthvað nýtt að gerast hjá honum og alltaf eru foreldrarnir jafn stolti. Hann er ótrúlega glaðlindur, brosir útí eitt og er mikill gleðigjafi.
Svo er bara að sjá hvort blogg-maskínan hrekkur í gang við þetta, hendi nokkrum myndum frá Berlín.......