mánudagur, desember 31, 2007

Árið þá á enda runnið.....



Jólin búin að vera alveg frábær, erum búin að vera meira og minna fyrir austan í hjá gömlu í nýja húsinu. Mar fékk eins og alltaf fullt af fínum gjöfum og besta mat í heimi. Á laugardagskvöldið var svo mætt í fimmtugs afmæli hjá Jonna ( finnst hann nú vera talsvert yngri í anda en það ?

Áramótunum verður líka eytt á Hellu eins og síðustu 26 árin, er þræl fúll yfir þessu veðri, var búinn að ákveða að kassa vel í flugelda þetta árið en skv. veðurspá verður líklega lítið varið í veðrið um miðnætti.


Ég er einn af þeim sem finnst áramót góður tími til breytinga og hef því sett mér þónokkur áramótaheit. Sum þeirra fást uppgefin önnur ekki, eitt þeirra er að koma mér aftur af stað í ræktina ( frumlegt ! ) vantar reyndar sárlega almennilega aðstöðu hér á Selfossi, eitt af því fáa sem ég sakna úr höfuðborginni.

En allavega gleðilegt nýtt ár og þakka liðið, læðist innum gleðinnar dyr á nýju ári.

miðvikudagur, desember 12, 2007

12 des

Jæja þetta blessaða próf búið, nú bíður maður eins og kúkur í klósetti eftir að verða sturtað niður ! Kennararnir hafa 4 vikur til að fara yfir þessi ósköp ( flott hjá þeim að vera ekkert að koma með niðurstöðuna fyrir jólin )
Hvernig gekk ?
Í prófum sem þessu er erfitt að segja til um það, ég skrifaði mikið og í raun ekkert sem kom mér á óvart í prófinu. Það er bara spurning hvernig manni gengur að koma þessu frá sér. 35 % voru því miður krossar, einn eða fleiri réttir, er í mikilli óvissu með útkomuna útúr því.

Framkvæmdir ganga bærilega, er verið að vinna í að setja upp milliveggi.......sæll hvað við erum að tala um marga 500 þús kalla og millur í þessu, maður er orðinn hálf ónæmur fyrir þessum kostnaði, mar þakkar orðið fyrir ef reikningarnir eru undir 500 þús og borar þá með bros á vör. Ennþá er stefnan að flytja inn í kringum mánaðarmótin feb-mars.

Annars er jólaskapið að detta inn.....

miðvikudagur, desember 05, 2007

Stress, hjúskapur og Q7

..............enn styttist í þetta blessaða próf, morgundagurinn í lærdóm og svo er þetta dottið inn. Hefði alveg mátt ganga betur að læra eins og oftast............... er núna sveittur yfir persónu- sifja og erfðaréttinum.
Keypti alveg geðveikan bíl í síðustu viku að mínu mati allavega. Mar kann nú að dreifa huganum á próftímanum :-( Nýr Audi Q7.......bara skemmtilegur, er reyndar bara búinn að keyra hann 250 km

Á til sölu úrvals Cruiser......!
Hjúskapalög 3. gr.” Hjón skulu skipta milli sín verkefnum á heimili eftir föngum, svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu” Hvað er þetta með heimilisverkin ?