miðvikudagur, júní 22, 2005

Aðeins að spá í þessu........HA

Kostir og Gallar við svona kvikindi ?



Á vinnustað sem þessum sem ég starfa á er þetta apparat. Það er hressandi fyrir gesti og gangandi að geta svalað þostanum og meira að segja valið um venjulegt eða kolsýrt vatn. Allt gott og blessað með það.

Starfsfólkið notar að sjálfsögðu vélina líka í mis miklu mæli eins og gengur. Alltaf þegar ég stend upp kem ég við í vélinni og fæ mér glas af vatni ( glasið er 0,2l ) og stundum gerir mar sér ferð að apparatinu til að væta kverkarnar. Þetta verður einskonar ávani og strax fyrir hádegi er mar búinn að landa á bilinu 10-15 glösum. Ég veit vel að vatn er hollt og gott en svo fer þetta að skila sér eins og lög gera ráð fyrir. Þetta þýðir í stuttu máli það að mar er búinn að fara 4-5 sinnum á klósettið fyrir hád. Það fer svipaður tími í hluti tengda vatnsdrykkjunni og hjá reykingarmanni að svala sínum þörfum ( reykingar eru náttlega viðbjóður og er ég bara að bera saman tímann sem fer þetta).

Þannig að spurningin er sú að ef mar væri vinnuveitandi myndi mar vilja hafa svona svelgi í vinnu sem eyða miklum tíma í ferðir tengdar vatni hvort sem talað eru um á eða af töppun.

Bara svona pæling

þriðjudagur, júní 14, 2005

Brosa og benda........Flott

Mar bíður á rauðu ljósi eftir því að þessi blessaði sumarskóli klárist. Tæpar tvær vikur eftir af kennslu og svo próf. Mar getur þá kannski aðeins pústað og gert e-d skemmtilegt við tíma sem verður aflögu. Eins og vikan er uppsett núna er þetta of stíft prógram fyrir minn góða smekk.

Ég á Hondu til sölu ...........gott eintak lítið ekið og bíður eftir nýjum eiganda......svo nú er tækifæri fyrir þig lesandi góður að grípa gæsina........Já ég er að tala við þig,


Það er eyra inní veggnum, einhver hulin bakvið þil.

Hver á þennan textabút..........Öl í vinning.

föstudagur, júní 10, 2005

Ekkert og Allt

Fyrsta vinnu bloggið..............

Jæja kominn 10 Júní og mar ekki kominn í sumarskapið ennþá, ætli það gerist nokkuð fyrr en mar húrrar sér í fyrstu leguna úti.

Gleðifréttir fyrir Liverpool menn í dag, auðvitað fáum við að taka dolluna að ári ( ekki spurning).

Annars bara allt gott nema hvað mar hefur verið latur við að blogga.......Ætla að reyna að laga það.



Sumir fá bíl gefins á fimmtudögum.......HA

fimmtudagur, júní 02, 2005

Pakk sneisa.....................

Það er í ýmsu að snúast hjá manni þessa dagana. Er náttlega orðinn höfuð titturinn í fasteignaheiminum og tróni þar á toppnum með fimm stjörnur / fullt hús stiga segja þeir !!!!!
Mér líst alveg mjög vel á nýjan vinnustað, góður mórall, allt klárt.

Ahhhhh kom konan með einn kaldan handa kallinum já já já já

Ég er að sigra heiminn hvað skólann varðar. Fyrir utan það að hafa rúllað síðustu önn upp með glæsibrag ( einkunnir verða birtar í heild sinni hér síðar ! ) þá ákvað ég að skrá mig í sumarskóla, þar tek ég 6 einingar sem ættu að minka það sem eftir er í stúdent töluvert. Þannig að mánud - miðvikud - föstud eru hreint afbragð....vinna til rúml 5 og svo skóli til hálf 11...........................Toppaðu það.

Nú fer að styttast í að mar fari að stunda útilegurnar. Við ætlum að reyna að vera dugleg við það þó að ég viti ekki alveg hvernig það eigi að virka ef mar er að vinna allar helgar í Exp. Mar þarf e-d að endurskoða heildar lúkkið á vikunni. Er full þéttur pakki en það er náttlega bara kalt mat.


Íbúð já........HAA