mánudagur, ágúst 28, 2006

komaso !

Það er ekkert heilbrigðara en að geispa hressilega fram yfir hádegi á mánudögum. Tala nú ekki um þá allmarga sem nota alla vinnuvikuna í að hvíla sig eftir nýyfirstaðin átök helgarinnar og þegar kemur fram í miðja vikuna þá er allt kapp lagt á að slaka vel á fyrir næstu helgi. Það er annað en við fjölskyldufólkið sem notum helgarnar í afslöppun og að hlaða batteríin, njóta samverunnar, útiverunnar og jafnvel veðursins. Það held ég nú...!





Ég átti frábæran afmælisdag á fimmtudaginn alveg dekrað við mann eins og við var að búast. Um kvöldið ákvað Karvel að fara í pössun í fyrsta skiptið, fengu þeir bærður að kíkja yfir til Gunnars Bjarka og Ástrósar á meðan við fórum út að borða, það gekk allt vel. Við fórum á Hafið Bláa og áttum frábært kvöld.

Sjæsemann þvílíkur unaður að horfa á Tiger Woods spila um helgina. Ég er búinn að vera límdur við plasman, gaurinn er ótrúlegur snillingur. Mæli með að fólk fylgist með á sýn !

Ég eins og allir hinir á þessu skeri bíð nokkuð spenntur eftir næsta þætti af Rock Star Supernova. Ég hef nú hingað til ekki verið að kjósa en er alveg tilbúinn að fórna 1-2 tímum af nóttinni sveittur við tölvuna, er reyndar ekki bjartsýnn að þó að við íslendingar tökum höndum saman og kjósum eins og “ mömmu potarar ” að það dugi. Vonum það besta !

Landssímalína

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

25 ára létt naflaskoðun !

Tíminn líður í dag er 24 ágúst sem segir mér að það eru liðinn 25 ár frá því að ég fæddist, þetta eru svosem ekki merk tímamót þannig en hálfnaður í fimmtugur hljómar ágætlega.

Í gamni langar mig að lýta aðeins yfir farinn veg.

Þegar ég horfi til baka verð ég að segja að ég er mjög þakklátur fyrir þessi 25 ár. Ég á frábæra fjölskyldu sem er og hefur alltaf verið mér ómetanleg. Ég hef alltaf átt góða vini sem ég get treyst á. Ég er jákvæður og glaðlyndur, síðast en ekki síst hef ég verið hraustur sem er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur.
Allt þetta eru mikil forréttindi, að hafa þennan trausta grunn fyrir lífsins spunaverk ( púff djúpur ).

Það sem ekki drepur mann styrkir : Ég hef aðeins fengið að kynnast erfiðum tímum, þekki hvað er að syrgja og sjá eftir nánum ættingjum. Það er hlutur sem maður óskar engum en er víst gangur lífsins. Tíminn læknar öll sár eða allavega linar þjáningar. Það er ómetanlegt að eiga nóg af fallegum minningum sem hlýja manni.

Föst leikatriði og nokkrir misáhugaverðir punktar.

* Eignaðist tvo stráka sem er alveg ólýsanlegt, æðislega konu og þar með litla flotta fjölskyldu ( ótrúlega stoltur )

* Ég hef stundað nám við 5 skóla að loknum grunnskóla þ.m.t löggildingin sem ég er í núna. Ástæðan fyrir þessu er líklega röð tilviljana og áhuga fyrir að prufa eitthvað nýtt. Mér hefur gengið nokkuð vel í námi og ef áhuginn er til staðar er ég nokkuð brattur.

* Eignaðist frábæran hund (Schäfer) það var alveg frábært tímabil. Því miður þurfti að svæfa hann tæplega 2ja ára, það var erfiðara en mér hefði nokkur tíman grunað. Á eftir að eignast hund aftur, ekki spurning.

* Ég hef starfað við eitt og annað s.s tveimur fasteignasölum, sölu á raftækjum, bílaverkstæði, hitaveitu, bensínstöð, pítsustað, sláturhúsi, glerverksmiðju, málinga og, unglingavinnu svo eitthvað sé nefnt. Mis spennandi en allt þetta hefur skilið eftir sig einhverjar góðar minningar.

* Ég hef flutt milli staða að ég held 7 sinnum þar af hef ég átt tvær eignir sjálfur.

* Ég hef átt nokkra bíla, er ekki alveg með töluna á hreinu en held að þeir nálgist 30

* Ég hef farið 2x til Danmerkur, Noregs, Þýskalands, Færeyja og oft til Vestmannaeyja. Þá er það upptalið

* Um aldarmótin afrekaði ég að sprengja á mér annað augað, þetta leit illa út, ég var fyrst til að byrja með blindur á auganu en með nokkrum aðgerðum náðist c.a 30 % sjón. Er mjög þakklátur fyrir það.

* Jú hef farið á tónleika : tvenna skunk anansi, metallica og ” lesist hratt hóst hóst ” tvenna Scooter ! Stefni á að fara á Robbie Williams fljótlega.

* Hef hjólað frá Reykjavík til Hellu ( ekkert merkilegt í dag, það eru allir í því að hjóla hringinn í kringum landið eitthvað !

* Já góðan daginn var kjörinn herra helluskóli tvö ári í röð, þetta má ekki gleymast !

* Var félagi í Svörtu stjörnunni !

* Hef tekið 8 daga af 10 og var nærri dauða en lífi á eftir !

* Hef mígið yfir stóra bróðir ( reyndar ekki alveg nýlega, var í old er mér sagt !

* Var í hljómsveitinni Síðar nærbuxur með röndum.................toppband þar á ferð !

Ég vill ekki viðurkenna að þetta sé nú líf mitt í hnotskurn eða að afrek mín séu þarna upptalin, frekar nokkrir misáhugaverðir punktar sem poppuðu upp.
En allavega er þessi rússíbanaferð verður skemmtilegri og skemmtilegri með hverju árinu og hefur mér aldrei liðið betur en í dag.

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Allt við það sama en á yfirsnúning einhvernvegin !

Konan fór í dekur á snyrtistofunni og við strákarnir erum heima, vill allavega sjálfur meina að það sé eins og mar hafi ekki gert neitt annað en að vera í þessu hlutverki. Þessi litli gullmoli sem fæddist 18 maí gerir lítið annað en að láta mann líða vel, fyllir mann orku og gefur lífinu nýja vídd sem ég áður hafði bara heyrt um, ótrúleg tilfinning.


Ég fékk nokkur hress símtöl frá eyjum um helgina, virtist vera þéttur stemmari eins og við var að búast, verð að segja að eðlilega togaði það aðeins í ( mar hefur jú gaman af slíkum mannamótum ) ég hefði hinsvegar aldrei viljað skipta á því og helginni fyrir norðan. Vorum þar öll systkinin þar með talin þessi hálfa ( Sigyn sem ég hef ekki hitt í mörg ár) hún býr fyrir norðan og lögðum við heimilið hennar nett undir okkur. Þetta var einstaklega gaman þrátt fyrir að hafa ekki einusinni afrekað að mæta á dansiball ( ýmsar ástæður fyrir því svosem ! )

Er heima í svokölluðu fríi þessa vikuna, fæðingarorlof nei en það kemur vonandi fljótlega. Er heima í lestrarfríi fyrir próf sem er á laugardaginn, eins og vanalega mætti lærdómurinn ganga betur.

Þó ekki lokum fyrir það skotið að maður mæti einn daginn aftur á Þjóðhátíð sko !