mánudagur, október 23, 2006

..,-

Fórum nokkrir saman að hjóla í þykkvarbæjarfjöru á laugardaginn............SHIT hvað það var gaman, geðveikt veður og held að þetta nýjasta áhugamál sé komið til að vera. !


Hver sagði að konur væru ábyrgari en karlar í umferðinni ?

Í morgun þegar ég var í leiðinni í vinnuna og stoppaði á rauðu ljósi sá ég í baksýnisspeglinum að daman í bílnum fyrir aftan mig var á kafi við að mála sig, sýndist aðal áherslan vera á augunum og var þá líklega að nota í bland eyeliner og maskara.
Svo kom grænt og mín hélt sko bara áfram að mála sig og virtist hafa fullkomna stjórn á bílnum samhliða því að setja á sig andlitið ( ég alveg dáðist af henni þó að ég hefði alls ekki viljað vera með henni í bílnum. ) Hún keyrði í nokkra stund á eftir mér eða þar til að meistaraverkið var fullkomnað þá röraði hún tíkina og hvarf á vit ævintýranna.

Eru kvk í þessu svona almennt séð ?

þriðjudagur, október 17, 2006

Eintóm Hamingja.....

Já góðir hálsar..... Þá er maður búinn að eignast litla frænku, var komin tími á það í öllu þessu karla veldi ! Daman kom í heiminn rétt fyrir miðnætti í gær og gekk allt vel. Dýa og Gunnar hjartanlega til hamingju.

Í gærkvöldi renndi ég í Hafnafjörðinn og í þetta skiptið með hjólakerru meðferðis....já já já já já kallinn lét loksins verða af því að kaupa sér hjól, keypti Yamaha WR 450 árg 04, Er reyndar ekki ennþá búinn að prufa, aðalega vegna kulda en ég fékk vel valda séffa með mér að skoða......Vedda og Mr. S Er mar spenntur að prufa eða.

Margir draumar sem eru búnir að rætast þetta árið......

Eignast lítinn prins og með æðislegri konu.
Eignast sérbýli og minn eigin 38 fm bílskúr og núna kominn með hjól í skúrinn.
Svo eitthvað sé nefnt.

Toppaðu það.........!

mánudagur, október 09, 2006

Vá tíminn líður.....

Allt gott af okkur........................Karvel heldur því ótrauður áfram að vera algjör engill, einstaklega góður og greinilegt að sérlega hefur verið vandað til verka þegar hann var búinn til.

Talandi um að tíminn líði hratt. Það var þennan dag fyrir 11 árum sem að þú pabbi kvaddir svo sviplega. Ég er búinn að fara í gegnum þennan dag milljón sinnum í huganum, man eftir hverju einasta smáatriði og það betur en það sem ég gerði í gær. Orðin sem tjáðu mér þessar hörmulegu fréttir man ég betur en nafnið mitt. Þetta er atburður sem mótar mann fyrir lífstíð. Að standa hér eftir með hafsjó að fallegum og ólýsanlega minningum sem hlýja manni meira en nokkuð annað er ómetanlegt. Það er ekki til sá dagur að ég hugsa ekki til þín.



Njótum hverrar mínútu með þeim sem okkur þykir vænt um. Það gæti orðið of seint á morgun.