fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Einnar nætur gaman......

Nú situr mar þokkalega myglaður og fúinn fyrir framan tölvuna í vinnunni. Ástæðan er að Levíinn var ekki alveg á því að sofa mikið þessa nóttina, hann er aðeins kvefaður með hita og hósta.......
Held að ég hafi engan rétt til að kvarta. Drengurinn er rúmlega hálfsárs og þetta er fyrsta nóttin sem hann raskar eitthvað að gagni hjá manni svefninum.........

Það er búið að vera alveg crazy í vinnunni og vinna til 8-9 á kvöldin af og til......Já ÉG. Það er reyndar ágætt í mínu starfi að hafa nóg að gera en ég verð líka alveg sáttur þegar komið er inní des þá hætta flestir að kaupa hús og einbeita sér meira af jólapökkunum.

Hjólaði aðeins síðustu helgi og stefni á aðhjóla meira næstu helgi.......alveg magnaður skítur.

Sálin og gospel. Damn hvað ég hefði getað hengt mig fyrir að mæta ekki á tónleikana sem voru í laugardagshöllinni. Ég keypti diskinn þ.e pakka sem inniheldur dvd og cd. Búinn að horfa einusinni á dvd ( klikkaðir tónleikar ) gat reyndar ekkert notið þess að horfa því athyglin fór mest öll í að pirra mig yfir að hafa ekki verið á staðnum.......


Sá er í stól situr, stendur stundum

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Faldurinn tvístigandi

Sjæseman hvað tíminn líður.....þetta er að verða að einhverskonar mánaðarfærslu uppfærsla eitthvað........................

Allavega......endalaust nóg að gera í vinnunni, er svona nett pirraður á að keyra Selfoss- Rvk í þessari færð þó ekki sé nema útaf því hvað það er erfitt að halda bílunum hreinum. Keypti reyndar nýjan bíl í lok síðustu viku, er drullu sáttu með hann og er hann langt yfir væntingum. Avensis exe sem þýðir keppnis týpa með leðri og lúgu, get alveg mælt með honum !

Við hjónaleysin ákváðum að þjóðstarta jólunum og fara á jólahlaðborð sl. laugardag. Fengum pössun og fórum í Þrastarlund, þar var alveg hið ágætasta hlaðborð, flottur salur, góður bar og ekki skemmdi nú fyrir lifandi tónlist frá Stebba og Eyfa.

Ég er búinn að setja húsið á sölu, veit ekki alveg afhverju held að það lýsi mér einhvernvegin bara......það er allt falt, svona alveg eins án þess að ég hafi hugmynd um hvað við gerum ef við fengjum spennandi tilboð. Svo er útlit fyrir það að ég færi vinnuna nær heimilinu í kringum áramótin. Held að mörgu leiti að það sé spennandi, sérstaklega fjölskyldulega þegar Hilds fer að vinna þá getur mar allavega verið liðtækari í þessu öllu.........

Sá er í skafli stendur, stendur !

föstudagur, nóvember 10, 2006

Allt áfram streymir endalaust ............. ár og dagar líða

Allt gott að frétta af mér og mínum..............

Já í gær kom að því, kíkti í eitt umboð hér í bænum og endaði með að kaupa mér einn uppúr kassanum. Já takk pent einn kolbika svartan árg 2007 hlaðin aukabúnaði og nýjustu tækni og greiddur útí hönd.................

Damn hvað ég væri sáttur ef textinn myndi passa við meðfylgjandi mynd. En ég var nú bara að kaupa nýjan barnabílstól handa pjakknum. Maxi-Cosi Toby...........Hitt kemur kannski síðar. Ég vill hvetja ykkur til að smella á myndina til að stækka hana.....frekar nettur.



Ég er reyndar hálf bíllaus þessa dagana. Seldi Avensis um daginn og er að leita mér að einhverju spennandi, í hlaðinu standa þó Yaris og Citroen C4 árg 2005 sem er til sölu ef einhver hefur áhuga......

Það er orðið stutt í jólin, mar er búinn að kaupa allar jólagjafirnar, búinn að henda upp jólaseríum og músastigum og steikinni í ofninn, nú er bara að bíða !