fimmtudagur, september 20, 2007

Nagli

Stjörnuspá dagsins af mbl.

Meyjan :
Þú ert harðari af þér en vanalega. Aumingja sá sem stendur ekki við orð sín við þig ! Fólk biður þig líka um stóra greiða og best er að neita strax.



Já takk og bless það er greinilega engin miskunn hjá mínum í dag..........

þriðjudagur, september 18, 2007

Iðnaðarmenn – Skriðnaðarmenn.

Eins og ég þekki marga ágætis og úrvals iðnaðarmenn þá geta þeir sumir verið drullu erfiðir, er búinn að vera í sambandi við 4 pípara og þeir eiga það allir sameiginlegt að lítið er að marka þá hvað varðar tímasetningar og í raun mest af því sem þeir segja. Ef maður kemst ekki í ákveðið verk eða hefur ekki tíma fyrr en eftir 2-3 vikur er þá ekki betra að segja það heldur en að lofa að koma á morgun og mæta svo ekki ? Talandi um að hestamenn séu sér þjóðflokkur !

Sem maður í gifsi á Einari eru ekki margir hlutir sem ég á erfitt með að framkvæma við daglegt amstur. Gengur orðið ágætlega að pikka á tölvuna með hægri og litla putta á þeirri vinstri. Get orðið skorið ofaní mig kvöldmatinn, keyrt beinskiptan bíl svo eitthvað sé nefnt. Það sem ég á erfiðara með er t,d að vaska upp ( það er ekki uppþvottavél í leiguíbúðinni ), skipta á Karvel, og að setja vax í hárið á mér sem er einstaklega snúið með Einari án þess að það klébri...... ( er samt orðinn nokkuð seigur við það miðað við fyrst þegar ég horfði á vaxið og gifsið til skiptist og áttaði mig ekki alveg á framkvæmdarþættinum, mæli með að þið prufið....

Veikindi og pestir eru að tröllríða öllu núna.....Ég er sá eini á heimilinu sem hef sloppið við að leggjast í bælið....7-9-13.

Ég var nú að vonast til að fá comment um Halla Manga og Astrópíu......Hvort fólk sem er búið að kíkja á myndina og þekkir Hallann væri ekki sammála.

fimmtudagur, september 13, 2007

........._______::::::::::::::

Í gamladaga hét ég sjálfum mér því að kaupa mér aldrei hp fartölvu. Ég hafði og hef í raun enga trú á hp í ferðavélum miðað við fyrri reynslu......... En hvað um það þá er ég allavega að pikka á eina núna. Ég keypti mér eina slíka í gær svo nú er að sjá hvort hún standi undir merkjum eða sé lamb í úlfsskinni......... svo er verið að tala um að mar gefi ekki séns !. Mér fannst hún spennandi, vel búin auk þess sem ég fékk hana á mjög góðu verði. Sjá spekka var svosem ekkert að fara í það að kaupa mér tölvu........ansk dellan í manni, vona að þessi della haldi allavega niðri hinni sem er að tosast á í mér ( hin er svo helv dýr )

Astrópía :
Við fórum í síðustu viku á Ástrópíu........ Ég mæli með því að þeir sem ekki hafa kíkt á hana í bíó eigi að skella sér. Myndin er vel gerð, einstaklega vel valinn maður í hverju rúmi að ég tali ekki um konurnar ussss. Þetta er góð afþreying og alveg ný vídd miðað við það sem mar hefur áður séð í íslenskum myndum. Allavega ef þú ert búinn að kíkja á hana ertu ekki sammála mér að Steinn Ármann er einstaklega líkur Halla Manga í myndinni....alveg snilld.....


How do you like Halla Manga ?

mánudagur, september 10, 2007

Góð helgi að baki....

Á Laugardaginn var drengjunum komið fyrir í pössun og við fórum í bæinn í útskriftarparty hjá Aldísi. Kallinn sennilegur að bjóða konunni óvænt í nýja turninn á Grandhóteli. Vorum á 11. hæð af 14. Flott hótel sem fór vel með okkur.

Löggildingar námið byrjaði hjá mér síðasta miðvikudag. Kennsla fer fram á miðvikudags morgnum og laugardögum næstu fjórar annirnar og telur 40 einingar á háskólastigi. Þeir sem hafa áhuga á að skoða geta smellt hér. Já nú skal það allavega gerast, með tilkomu Karvels í heiminn í síðustu prófum þá var sú takmarkaða einbeiting sem ég hef til bókalesturs að engu. Lágmarks meðaleinkunn til að komast inná misseri tvö er 7 en ég og mín hangandi hendi náðum bara 6,33 en 6,83 þarf svo einkunnin námundast uppí 7. Fyrsta önnin fer þá í að sitja einn af þremur áföngunum til hækkunar á meðaleinkunn. Er með ágætar einkunnir í samninga og eignaréttinum en þarf að hækka mig í inngangi að lögfræði, félafarétti, réttarfari og persónu-, sifja- og erfðarétti. Prófað er úr þessum fjórum fögum í einu.
Ég byrjaði í morgun í 1. hluta af 3 á námskeiði í námstækni. Sveppir eins og ég hafa gott að því að læra aðeina að læra..............Þessi korter í próf tilfinning er orðin þreytt.

Ég er nokkuð ánægður með þetta rigningaveður þessa dagana........manni klæjar þá aðeins minna í Einar fyrir að komast ekki á golfvöllinn að ég tali nú ekki um að sparka hjólinu í gang.........


Stubburinn

Later...........

þriðjudagur, september 04, 2007

Spýttu á götuna Einar !

Ég fór með Einar í röntgen í dag. Vitir menn þetta lítur allt vel út og brotin liggja vel og óhreyfð frá fyrri myndatöku og liðurinn virðist vera alveg óskaddaður. Eftir þetta var Einar vafinn í nýtt gifs og í þetta skiptið sterkara en það fyrra því okkur hafði auðvitað tekist að brjóta það gamla á nokkrum dögum.

Ljósanótt um síðustu helgi var ljúf, get alveg mælt með henni og reikna með að mæta að ári í þriðja skiptið.

Framkvæmdir í nýja húsinu ganga hægt en örugglega......Held að við verðum aldrei flutt inn fyrr en um mánaðarmótin janúar – febrúar í fyrsta lagi.



Mynd af höllinni !
Karvel að prufa hjólið.....Fannst það geggjað

Já myndin er tekin áður en ég kynntist Einari, því miður :-(