þriðjudagur, janúar 31, 2006

..,-

Jæja fyrsti skóladagurinn kl 8:15 í fyrramálið..........!

Föstudaginn síðastliðinn lenti ég spes dæmi þegar ég fór í Vífilfell til að skila tveimur bjórum sem voru gallaðir í þeirri von um að fá kannski smá skaðabætur......Ég var sendur á milli deilda en endaði svo í sjálfri rannsóknardeildinni þar sem tekið var á móti sullinu. Þar fékk ég svo útprentað blað og átti ég að nálgast skaðabæturnar á lagerinn.......................... ég þangað og rétti fram blaðið í afgreiðslunni og beið svo í góða stund. Svo kemur félaginn á lagernum akandi á lyftaranum með bretti af lite bjór, ég var ekki búinn að lesa afhendingarseðilinn en hafði þó tekið eftir að á honum stóð 24 einingar eitthvað. Félaginn keyrir að hurðinni og opnar hana og segir svo jæja hér kemur þetta. Ég verð að segja að ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að bregðast við, get allavega sagt að ég rak rak upp stór augu. Spurði á ég að taka þetta allt ? Hann sagði já. Ég spurði hvernig ég ætti að koma þessu í bílinn ? Hann sagði að það væri ekki hans vandamál heldur mitt. Ég fór út og snéri bílnum við og ætlaði að stafla í kvikindið þó að innst vissi ég nú að þetta hlyti að vera eitthvað vitlaust því að fyrir tvo skemmda bjóra fær maður venjulega ekki 24 kassa ( það dó jú enginn). Ég kem aftur inn eftir að hafa snúið bílnum við og virðist vera kominn upp reikistefna hjá félaga lager því að hann rak augun í að á nótuni stóð bótabeiðni svo hann hringir á rannsóknastofuna. Þá voru þeir að taka í gagnið nýtt tölvukerfi og þegar vel var að gáð stóð á nótunni 24 * 0.5 sem átta að túlkast sem 12 bjórar. Ég sætti mig náttlega ekki við það að vældi út einn kassa .

Niðurstaðan það verður seinkun á innflutningspartýinu því að ef ég hefði fengið þessa 24 kassa hefði skapast bullandi grundvöllur fyrir hörku innflutningsbjórpartý. En núna er mar víst að verða fátækur námsmaður og því ekki við miklu að búast af mér !

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Bland....

Borgaði einn nettan þéttan skólagíró í gær, ekki aftur snúið í þeim málunum, kennsla hefst 1. feb. ( mar orðinn nokkuð spenntur )

Annars er eitt og annað að gerast hjá manni þessa dagana og lítur út fyrir það að enn frekari breytinga séu á næsta leyti, meira um það síðar. ( get samt sagt ykkur það að ég var ekki að ráða mig sem gangavörð í grunnskólanum á Bíldudal )

Mar er bara nokkuð sáttur með landsleikinn í handboltanum sem var að klárast rétt í þessu, held að við endum í topp 4 sætunum á mótinu............................ætla að skjóta á 3. sæti.

Fá einn sjálfval takk..........


sunnudagur, janúar 22, 2006

Á næsta leyti.....

Jæja þá er mar búinn að fara eina ferð með húsgögn í nýja Slottið. Get ekki sagt að það hafi grynnkað mikið á þeim hér í holtinu því þetta var mestmegnis ný húsgögn úr Tekk ( að undanskildum Tómasi sem er mættu á vaktina in Selfoss City ). Annars erum við að verða mjög spennt og erum við jafnvel að hugsa um að flytja næstu eða þarnæstu helgi. Verðum reyndar fyrstu vikurnar án eldhúsinnréttingar en þá verður gasgrillið og örbylgjuofninn að duga, það er þá ekki langt í pylsuvanginn !

Sjómennskan !



þriðjudagur, janúar 17, 2006

Toppaðu það !


Það var ekki að spyrja af því Höllin sett á netið á fimmtudegi og seld á mánudegi. ( fengu færri en vildu get ég sagt ykkur, enda um úrvals sölumedferð að ræða :-)

Þá stefnir allt í að mar flytjist í kastalann í kringum næstu mánaðarmót !


já já já já já já

mánudagur, janúar 16, 2006

Best að gleyma veskinu heima þessa dagana !


Já mar ekki alveg búin að ná því að Selfoss flutningar séu á næsta leyti og þó keyptum í gær stærra plasma tæki ( stækka úr 37 “ í 42” ) verður nú að fá að stækka í samræmi við nýju stofuna ! Keyptum líka í gær nýtt grill sem og leysti ég það vandamál sem kallpeningurinn stendur oft frammifyrir þ.e.a.s afmælis og jólagjafir handa betri helmingnum næsta árið, keypti nebblega Kitchen Aid hrærivél, á reyndar eftir að fá það samþykkt :-) Annars er ég að vona að við fáum afhent í vikunni, eigum eftir að panta gardínur sem og eldhúsinnréttingu í kofann, létum henda innréttingunni út sem var kominn upp. Vesturholtið komið í sölu og nokkrir búnir að skoða, held nú að það seljist fljótlega......
Það verður kannski ekki slegist eins mikið um íbúðina og gyllta molann sem var seldur á fimmtudaginn. Kom inní lífið á fimmtudegi og hvarf svo fyrirvaralaust aftur á fimmtudegi, örlög LR-705 eru okkur mönnunum ofviða og ekki á okkar valdi reyna að skerast í leikinn með neinu móti...

Lognmolla hvað.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Jæja Fólk.......


Þá er víst fátt sem kemur í veg fyrir það að mar gerist einhverskonar Selfyssingur, hreinræktaður verð ég nú aldrei. Það er semsagt búið að skrifa undir og verður afhending væntanlega í næstu viku !

Stríður og vindskeið hvað ?

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Já talandi um tímamót...............

Fyrir 4 dögum var ekkert á dagskránni að fara að flytjast og hvað þá úr höfuðborginni en núna er staðan þannig að við erum búin að gera tilboð í raðhús á Selfossi, semsagt ef tilboðinu verður tekið þá eru bara flutningar á næstunni. Fáum svar fyrir hádegi á morgun. Þetta yrði smá breyting þar sem þetta er rúmlega helmingi stærri eign en Vesturholtið, þetta er ný fullbúin íbúð í endaraðhúsi með góðum skúr. Loksins eignast mar skúr ef þetta gengur eftir :-)

Ekkert verið að hanga yfir þessu...

fimmtudagur, janúar 05, 2006

Ja hvað væri lífið án tímamóta ?

Já sem betur fer eru þau mörg á lífsleiðinni, auðvitað misstór og misjafnlega afdrifarík. Maður er alltaf að velja sér leið í þessum lífsins frumskógi, allar eða lang lang flestar standa manni opnar. Taka ákvörðun á ég að gera þetta eða hitt, velja svona eða hinsegin, fara hingað eða þangað............ Þetta er ótrúleg forréttindi og eiga að gera það að verkum að hver einstaklingur á að geta blómstrað á sínu sviði.

Uffff ógeðslega djúpur.......

Þessi pæling spratt upp núna þegar ég er að reyna að gera upp við mig hvort ég eigi að taka slaginn í Löggildingunni sem hefst núna í febrúar. Var að fá tilkynningu í dag um að ég kæmist inn ( sáttur með það ) Þetta er þriggja anna nám ( kennt með vinnu ) telur 30 einingar á Háskólastigi og ég þarf að láta af hendi 550.000 kalla til að fá aðgang ! Held að það sé málið að stinga sér bara !



Þá getur mar farið að nota frasann aftur : hvað gerir þú ?
Ég er fátækur námsmaður !

Ef illa gengur þá í vesta falli “ Flosnar maður uppúr námi “ slíkt hefur nú hent bestu menn !

Keypti mér nýjan síma í gær........Þvílík snilld. Samsung D600 kom í búðir um áramótinn og með held ég öllu !

Þabara svona.............

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Bloggfærsla 200........


Maður er ennþá hálf ryðgaður eftir allt þetta frí.....Jólin voru pottþétt, meiriháttar vel heppnuð eins og við var að búast að mínu fólki.

Fórum norður milli Jóla og nýjárs í ennþá meiri slökun.....

Áramótunum eyddum við svo á Hellu. Gamla árið var rausnarlega sprengt í burtu og við tekur nýtt ár og allir staðráðnir í að rækta betur sál og líkama. Ég verð að viðurkenna að ég strengdi tvö áramótaheit, fyrir utan það að reyna að halda tempói í ræktinni, er frekar mikil geðveiki að sjá hvað margir byrja að sprikla í Janúar en flestir búnir að gefast upp í febrúar......... Baráttan við sófann reynist mörgum ofviða.

Allaveg óska ég öllum velgengni á nýja árinu og ef mitt ár verður eitthvað álíka því síðasta þá er bara bros allan hringinn, allt árið.