mánudagur, febrúar 28, 2005

Við reynum að hafa það gott.

Jæja þá tyllir mar sér niður í ný innréttuðu þvottahúsinu sem er núna orðið tölvu / lærdóms herbergi, fer sko eftir því hver á heimilinu á í hlut. Ég náttlega nota það til að læra en Hildur gerir lítið annað en að leika sér á netinu !!!!!!!!!!!!!!!!!

Langar aðeins að koma því á framfæri að við hér í holtinu erum að komast í helgarfrí......( um hádegi á morgun). Þetta er eitthvað sem ætti að hressa þá sem eru rétt að byrja sína vinnuviku, ég tala nú ekki um þá sem eru að púla á skólabekk. Og svona til þess að toppa þetta þá erum við að fara í bústað á morg og verðum allavega fram á föstudag ( ýkt óheppin að þurfa að liggja þar í pottinum með kaldan á kantinum, endilega sendið okkur góða strauma svo okkur leiðist ekki :-)

Mar er búinn að vera frekar duglegur undanfarið við að taka holtið svona nett í gegn ( breyta og sjæna ). Held að það styttist í það að við förum að halda stóra partýið ef það er e-d sem lesendur góðir kæra sig um.

Á laugardagskvöldið fórum við á Helluna í glæsilegt fimmtugsafmæli hjá fóstra vorum. Kvöldið var í alla staði glæsilegt, ekki var neitt til sparað og var öl á krönunum langt fram eftir nóttu og mikil stemming, við stungum reyndar af í höfuðborgina þegar leið á nóttina.


Anda inn - anda út..........Sumir gleyma :-)

sunnudagur, febrúar 20, 2005

Bullandi endurnæring.

Senn tekur allt enda, í þessu tilfelli er það þessi annars ágæta helgi sem á í hlut og er víst að renna af stað enn ein skólavikan og er stefnan tekin á átak í hlutum tengdum náminu......Já já já nú skal tekið á þeim stóra sko.


Barnapössun, vinna og endalaus hamingja einkenndi þessa helgi. Seinnipartinn á laugardaginn bættist aðeins við ungukynslóðina hér á heimilinu þá komu tveir grislingar í pössun og annars bara ekkert nema gott um það að segja......Ég ætlaði að reyna að taka þá áskorun að skipta á kúkableyju en vegna fjölda óviðráðanlegra atvika og tæknilegra örðuleika þá einhvern vegin flosnaði ég frá því..............................

Uhhhhh var svo heppinn að vera þess heiðurs aðnjótandi að komast í það að keyra þokkalegan Benz um helgina...............Já 2-3 vikna S430 4MATIC....Þetta er held ég bara sá allra vígalegasti bíll sem ég hef á ævinni keyrt, kostar hér á klakanum eitthvað á fjórtándu millu...............Uhh fyrir þá sem ekki skilja hvað mar getur fengið útúr slíku þá langaði mig að reyna að koma þessari tilfinningu til skila með samlíkingum..... Ef þú ert karlmaður þá hugsaðu um Angelinu Jolie + Ísmola...........Eða ef þú ert kvenmaður hugsaðu þá um Brad Pitt + bernes sósu. Með þessu er ég þó ekki að segja að mér finnist þetta að fullu samanburðar hæft, en ég er bara að reyna að gera mitt besta til að koma tilfinningum til skila fyrir ykkur lesendur góðir.

------------- En ef þú ert karlmaður og færð meira útúr því að hugsa um Pitt kaflan en hinn þá ætla ég ekki að hafa um það fleiri orðu og set því . hér


Hugvitið er Forvitið.

föstudagur, febrúar 18, 2005

Hef marga Hildi háð.

Jæja nú er helgin að nálgast og bernéssósan er óspart notuð á mínu heimili þessa dagana ásamt því að hafa nýja og ferska hvíta málningu á veggjum. Frekar fátt annað að frétta fyrir utan það að vegurinn til Hellu færðist aðeins í suð-suðvestur í nótt en verið er að vinna í því að færa hann aftur á sinn stað....think god. Annars stefnir allt í góða og þægilega rólyndis helgi fyrir utan slatta í vinnu og aukið barnaflæði inn á heimilið þegar líða tekur á helgina en það er bara hressandi með smá poppkorni og pela. Hverjum dreymir ekki um að drekka úr pela lygna aftur augunum jafnvel sjúga putta meðan verið er að fylla á pela helvítið. Ef mar er ósáttur þá lætur mar bara aðeins í sér heyra og þá er brugðist við eins og himinn og jörð séu að farast og þú færð huggun hvort sem þér líður betur eða ver.


Eins og staðan er í dag þá er ein af helstu óskum mínum að þegar mar kemst í nám á hærri gráðu að mar sjái ljósið og eitthvað yfirnáttúrulegt nái að koma vitinu fyrir mann. Já takk mig vantar drullu mikið af einbeitingu og aðeins meiri slatta af áhuga, ef þið hafið svör á reiðum höndum þá endilega látið heyra í ykkur, er til í að reyna flest allt........................Ef þið þekkið þetta ekki þá myndi ég lýsa þessu í einni setningu...................... 5-6 það er alveg fínt bara....................


Svona einhvern veginn allt í gangi.

mánudagur, febrúar 14, 2005

"Áhugi = 10"

Verð nú að segja að helgin var mjög góð, kannski eins og við mátti búsast miðað við allt þessi misserin.

Þorrablótið á Hellunni var mjög gott, skemmtiatriðin alveg ágæt og svo er náttlega alltaf gaman að sýna sig og sína og sjá aðra á svona samkuntum. Sviðatungurnar góðar og Campari klikkaði náttlega ekki og þetta í góðum félagskap, held það sé ekki hægt að hafa það mikið betra. Mar hélt sig svona nokkuð á mottunni ( af gömlum vana trúlega og það kannski að hluta til vegna þess að ég var að vinna á sunnudaginn ). Afrekaði þú að vera ekki betra en það að hún móðir mín sá á vissum tímapunkti ástæðu til þess reyna að taka af mér neyslusjálfræðið í áfengisnotkun sem mér fannst fyrir neðan allar hellur, held ég hafi þó ósjálfrátt aðeins slegið af gjöfinni eftir það....Mar kann sig.

Dýa þú ert alveg áægt en mættir alveg velja betri tímasteningar til að leyfa mér að losa á hjartanu mínu, gæti verið ágætt að eiga það inni á öðrum tíma en rúmlega 7 að sunnudags morgni...........En takk fyrir gott boð og uppistand í leiðinni ( bytta ).


Snilld á snilld ofan.

fimmtudagur, febrúar 10, 2005

nammi nammi

Merkilegt að vera loksins að skríða uppúr flensunni og fá þá eyrnabólgu eins og þriggja ára barn í kaupbæti....Þá er víst lítið annað að gera en að vaða á annan skammt af penisilíni skiptir nú ekki máli fyrst mar er lítið kenndur við ölið hvort sem er.

Ég flokka mig seint undir það að vera orðinn gamall en þegar mar er kominn með lítinn gutta á heimilið þá sér mar að það er ýmislegt búið að breytast síðan mar var á þessu reki. Ekki átti ég sjónvarp og Playstation samhliða því að vera í fyrsta bekk nei þá lék maður sér með legg og skel og var það alveg hátíð ef mar komst yfir sviðakjamma og kannski smá ull svona til að krydda hversdagsleikann. Nú til dags er ekki talað um annað en HULK og þess háttar fígúrur í stað þess að hafa áhuga á heljarmönnum eins og Gunnar á Hlíðarenda, Grettir Ásmundarson og svoleiðis görpum , það voru menn sem kölluðu nú ekki allt ömmu sína ohhhh sei sei.

Jahérna.


Helgin að smella á og ekki frá því að það sé kominn smá spenningur hér innan veggja heimilisins fyrir blótið. Annars er meira og minna allt í gangi hér á Holtinu, verið að breyta og bæta, mála og sjæna, sparsla og spræna og ég veit ekki hvað og hvað. Mér sýnist þetta ætla að verða barasta helv flott eftir breytingar ( Ætli Vala Matt viti af þessu ). Stefnan er að reyna að klára þetta á morgunn.

Hey þið þarna CAMPARIÓVITAR reynið að gefa hlutunum séns, það eru ekki allir hlutir góðir í fyrsta skiptið en svo oft bara verða þeir betri og betri og stundum ómissandi og hananú


Dabbi Kóngur: þessi stimpilgjöld eru óþarfi.

sunnudagur, febrúar 06, 2005

Stóð sko alveg fyrir sínu.

Hefði nú haldið það.......Mar loksins orðinn full frískur af þessari ansk pest og gott ef það var ekki norðlenska háfjallaloftið ásamt einni flösku af töfradrykknum CAMPARI ( sem er vanmetnasti drykkur á byggðu bóli ) sem réði úrslitum um það.......

Ferðasagan :

Ef mar rennir í gegnum þá bæi og þorp sem ég náði að skanna um helgina sem ég hafði ekki áður séð og varla vissi að sumir þeirra væru til !!!!! Dalvík, Ólafsfjörður, Grenivík og síðast en ekki síst aðalplássið Svalbarðseyri, verð nú að segja að það var alveg þverfóta fyrir menningarviðburðum þar og var ekki mikið um að mar træðist undir í fólksfjöldanum þegar mar labbaði um götur bæjarins um miðjan daginn. Á laugardagskvöldið blasti svo við mér “ Velkominn á þorrablót Svalbarðsströndunga 2005 “ Skemmtanagildið var alveg nokkuð gott og fór reyndar mikið uppá við eftir að skemmtiatriðin kláruðust. Helgin var mjög ljúf og má segja að mar komi nokkuð endurnærður útúr henni eftir að hafa látið dekra við sig á Gullströndinni ( eins og sumir vilja kalla hana ) ekki orð um það meir.


Hvenær er rétti tíminn ?

föstudagur, febrúar 04, 2005

Mar hefði nú haldið það.....

Heilsan ekki orðin góð ( orðið frekar þreyttur pakki sko ) en það skiptir kannski ekki öllu máli því það er svo margt miklu merkilegra í gangi þessa dagana sem bætir það upp og rúmlega það. Við vorum að brasa við flutninga í gær og kláruðum það undir kvöldið, þá var vaðið í það að koma stórum hluta af dótinu fyrir, þ.á.m reyna að útbúa eitt strákaherbergi, það á nú eftir að klára að útbúa það betur seinna með málingu og tilheyrandi.

En allavega mar alveg í skýjunum, ský í buxum mar veit ekki ? Framundan mjög svo spennandi tímar og bara gaman.

Jæja þá er byrjað að reka á eftir manni að fara að leggja af stað norður yfir heiðar, hver veit nema það sé bara norðlenska fjallaloftið sem manni vantar til að hrista þessa flensu af sé..................................En allavega ég ætla að reyna að vera Sunnlendingum ekki til mikilla skamma......

ROCK ON


þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Heilsan farin á hjólabát til JANMYEN...

Ég er búinn að vera drullu slappur alla síðustu viku en hékk þó slatta í skólanum og var svo betri fyrripart helgarinnar en síðan hefur heilsunni hrakað og hef ég ekki náð að skila miklu í skólastarfið þessa vikuna af þeim sökum......:....Damn.

Það stefnir allt í að það verði ansi miklar breytingar hér á Hótel Holti þegar líður á vikuna, Mannabreytingar verða ef mér skjátlast ekki uppá 66,6666666666666 % sem er slatti..........Uhhhhh gleymdi laxa, þá breytist þetta víst niður í 50% breytingar já já já já já.
Get nú ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægður og í senn spenntur “ Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt ” kem fljótlega með nákvæma uppskrift að fullkomna réttinum sem var nefndur hér að neðan.


Væminn@flutningar.is